Himininn litaður rauður af sólinni sem er að setjast. Klukkan er 21:13. Þýðir það þá að vorið sé komið? Í dag fékk ég tölvupóst þar sem sendandi tók fram að þeir í Lúxembúrg segja að vorið komi eftir 2 vikur.
Þegar konan í bleiku joggingbuxunum gekk niður götuna í dag mundi ég hvað ég ætlaði að blogga í gær þegar hún gekk upp götuna í sömu buxunum.
Í húsinu á móti búa a.m.k. 3 kettir í mismunandi íbúðum. Þeir eru gæfir og kelnir og oft stoppa gangandi vegfarendur til þess að klappa þeim. Þá hef ég líka orðið vör við að ferðalangar taki af þeim myndir, en ofar í götunni er gistiheimili og því oft mikið af túristum á röltinu. Konan í bleiku buxunum kom askvaðandi, hægði á sér, beygði sig og klappaði einni kisunni. Eftir stutta stund fór kisan upp á útidyratröppurnar og dvaldi þar um stund. Þá tók konan sig til og dinglaði á dyrabjöllunni og gekk síðan mjög rösklega í burtu. Á leiðinni leit hún nokkrum sinnum til baka, en enginn opnaði fyrir kisu sem sat í makindum sínum á tröppunum.
föstudagur, 28. mars 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli