miðvikudagur, 19. mars 2008

umhverfi

Af greiddum skatti hverrar bandarískrar fjölskyldu síðastliðin 5 ár hafa $ 25000 verið varið til stríðsreksturs í Írak. Já, bara í Írak og það gera um 2 íslenskar milljónir frá hverri fjölskyldu. En auðvitað fær maður litlu ráðið í hvað skattpeningar manns fara nema maður kjósi rétt...

Ég kaus ekki núverandi borgarstjóra, en komið hefur verið á laggirnar 1,2 og Reykjavík eða eitthvað slagorð í þá áttina þar sem borgarbúar geta sent inn óskir um lagfæringar á praktískum borgarmálum. Sem dyggur og löghlýðinn borgari sem lætur sig umhverfið varða setti ég inn ósk á vef Reykjavíkurborgar þess efnis að hluti gangstéttar hér í götunni yrði þrifinn af maukuðum bunkum af dagblöðum svo það yrði greiðfærara fyrir okkur S. í tryllitækinu vagninum. Og sjá, tveimur dögum síðar var búið að þrífa maukið.

Annars er útlit fyrir það að Hnakkinn fari úr fjölskyldunni fljótlega sökum smæðar. Þess vegna er ég búin að stara á bíla að undanförnu og orðin nokkuð slyngur bílþekkjari. Skoda Octavia (station-týpa) er nokkuð lekker auk þess sem hún hefur hlotið gullna stýrið. Þá veit ég ekki hvort ég myndi vilja stærri vél og beinskiptan, eða minni vél og sjálfskiptan, nú eða dísel. Fáir vistvænir bílar eru í boði sem eru stærri heldur en smábílar (og við þurfum aðeins stærri en smábíl). Helst ber þar að nefna Toyota Prius sem er bara svaka dýr týpa þó maður myndi glaður vilja þannig grip umhverfisins vegna.

3 ummæli:

Nikki Badlove sagði...

....kveðjur úr morgunmygluny....athugaðu með franska markaðinn...þeir standa sig vel...mælum með renó þar sem hann er með útvarpshækkara í stýri...

baba sagði...

vá gullna stýrið hljómar nú svo fansí að ég held það hljóti að vera málið...haha...ógó smart...hlakka til að fá ykkur í heimsókn..ví´ííííí!

Nafnlaus sagði...

Heyrðu, heldurðu að við eigum ekki Skoda Octavia Station ! Meira að segja ekki bara með gullna stýrið heldur einnig gullinn að lit ;) Eða "champagne" eins og það heitir víst.
Ég get alveg mælt með þessum bíl, eðalkerra, en ef ég væri að kaupa í dag þá myndi ég kaupa dísel, okkar er bensín. Díselvélin eyðir allt að helmingi minna ! Hver vill ekki eyða litlu þegar verðlagið er eins og það er ;)
xx Ágústa