mánudagur, 17. mars 2008

dularfullu kassarnir

Þar sem við Sophie Magdalena eyðum dágóðum hluta af deginum fyrir framan gluggann starandi upp götuna gætum við sett á laggirnar njósnaraspæjarafyrirtæki. S. snýr að vísu að brjóstunum á meðan ég horfi út en hún er engu að síður mikilvægur liður í njósnunum sem eiga sér stað. Ef ekki væri fyrir hana myndi ég aldrei sitja svona lengi fyrir framan gluggann. En í dag semsagt með mjög stuttu millibili fór konan á 5 út í bíl með 2 litla hvíta kassa og keyrði á brott. Skömmu síðar renndi bíll upp að 4 og konan þar (með sólgleraugu) fór inn til sín, náði í 2 eins hvíta kassa og fór aftur upp í bíl og ók á brott.

Ég fékk þá flugu í höfuðið um daginn að blogga smá á hverjum degi, en gleymdi því jafnskjótt og hún flaug inn. Náði að gera 1 blaðsíðu í skattaframtalinu í dag. Hef heyrt á 2 stöðum að ekki þurfi að gefa upp bankainnistæður? Fékk góðan gest frá Svíþjóð í te. Hann kom með fallegan sumarkjól handa S. Annars allt bara í blóma enda vorlykt í Lofoten.

3 ummæli:

baba sagði...

úúú en spennandi...og já það er sko vorlykt í loftinu...mmmdaaa....komin vorfluga í gluggann á vallarheiði...hún biður að heilsa...

Linda sagði...

Vá, hlakka til að fá vorflugur í gluggan minn.

Sendi ykkur annars kærar kveðjur.

Nafnlaus sagði...

En duló ! Ég er ýkt forvitin að vita hvað var í kössunum! :o)
xx Ágústa