það er notalegt að heyra frá lesendum og vegna fjölda athugasemda (comments) við uppskriftirnar býst ég við að ég læði þeim inn svona annað slagið... þannig að þegar ég birti uppskriftir þá vil ég að þið takið undir. Síðan finnst ég ég vera svo mishátíðleg þegar ég ritskoða setningarnar í huganum eftir að ég skrifa þær en svona er það nú og ég er komin heim. Jei. Semsagt eftir helgardvöl í búrinu sem leið óvenju hratt, sérstaklega fyrir þær sakir að 4 góðkunningjar komu við til að sjá mig í búrinu. Sýningargripurinn ég.
Á föstudaginnn var hringt um matartímaleytið og okkur skötuhjúum boðið í kvöldverð svo lengi sem við kæmum með 2 hnífa með okkur. Hljómar skringilega en samleigjandi þess sem matarboðið hélt hafði brugðið undir sig betri fætinum, með hnífa hússins. Hljómar enn undarlegra... en var að fara að gera sushi og þurfti því alla tiltæka hnífa. Matarboðið heppnaðist með einsdæmum vel enda húsráðandi ekki óvanur því að jafnvel koma til okkar og elda. Hann lærði semsagt 2 rétti af tilvonandi tengdamóður sinni og skellir óspart í þá, sem eru þó ekki af verri endanum. Athugið að hér er ekki verið að gera lítið úr viðkomandi heldur er lögð áhersla á nennuna sem hann hefur við að elda. Matarboðið breyttist í partý. Partý í þremur herbergjum. Það var fjör. Rifjaði upp Backamonn Bakgammon Bakkamon Bachgammon (minnir að það sé samt ekki skrifað svona) sem endaði í svo miklu fjöri að í hita leiksins þeytti ég leikborðinu og öllum köllunum á eldhúsgólfið. Góður endir á góðum leik. Fór á tónleika Ælu á ellefunni og mér finnst þeir einmitt ótrúlega frábærir. Allavega gat ég dillað mér endalaust, þó ég sæti síðari hluta tónleikanna. Það er gaman að dilla sér.
Eftir vinnu í gærkvöld fór ég á 3 staði en stoppaði yfirleitt stutt.
Kristalshátíð: sætavísanna haldin í Kristalsal hússinss. Hattaþema. Ég ekki með hatt þó ég eigi einn sérstakan svartan hatt, sem ég keypti mér fyrir nokkrum árum á útsölunni í Hattabúðinni og er jarðarfarahatturinn minn. Synd að ég eigi ekki gleðihatt. En samt finnst mér dauðinn einmitt ekkert sérlega ógleðilegur. Jæja. Allir voða fínir í boðinu, snittur og læti. Fór áður en skemmtiatriðin byrjuðu.
Grandrokk: uppselt á Hjálma. Svona fór um sjóferð þá, en gleðilegt fyrir Hjálma og þá sem komu á réttum tíma. Á hæðinni fyrir ofan mig voru semsagt 4 og hálfur, alla leið frá Reykjanesi og ég ekki að hitta þá. Vonbrigði. En ekki svo stór að ég færi í eitthvað þunglyndi. Heldur hélt áfram minni för, í þörf fyrir að hitta fólk.
Klink & Bank: Framsæknum raftónleikum nýlokið. Bull og vitleysa hugsaði ég og lenti í kennslustund hjá skemmtilegum og góðum kennara um það hvernið rokkið varð til (vesturafrísk + blús + hillbilly) og síðan smá upphafið af House tónlist (Donna Summer) og fleira í þeim dúr. Það var góður andi sem fylgdi mér út í laugardagsnóttina þar sem fólkið hafði verið og var á barnum að fríka eitthvað út en mér, nýkominni úr kennslustund leið vel.
p.s. núna veit ég afhverju mér líður alltaf svona skringilega á einum stað í leikhúsinu þegar ég er að slökkva og loka á kvöldin. komst að því hjá einni í glasi sem sagðist ekki meika að vera ein á þessum ákveðna stað á vakt því hún sæi alltaf eitthvað fólk. Það er semsagt gömul kona sem er oft þarna og yngri maður. Ég hugsaði hlýtt til þeirra í kvöld. Samt finnur maður það mismikið á mismunandi dögum.
sunnudagur, 6. febrúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
...svo glöð að hafa séð þig í nokkra mínútur og raunveruleika þinn í búrinni í mynd....vildi svo mikið að þú hefðir geta dansað með okkur og hjálmum, sérstaklega þar sem þetta var eiginlega fyrsti sunnudagaskóli bumbubúans...en andinn þinn sveif...takkí takk takk
Sæl elskan, þetta er mín fyrsta heimsókn í bloggheiminn þinn. Mér líður eins og ég sé heima hjá konu sem á alltaf nóg af kaffi á könnunni og bakkelsi sem ilmar af kanil og súkkulaði. Þannig upplifi ég bloggheiminn þinn, hann er róandi en girnilegur í senn. Sætabrauðslyktin mun lokka mig hingað aftur...
Og já! Takk kærlega fyrir glósurnar sem þú sendir mér í gær. Ég áttaði mig á því eftir á, að ef maður gerist svo kræfur að skrópa án þess að hafa raunverulega ástæðu þá á maður örugglega ekki skilið að fá glósurnar afhentar á silvurfati. Takk takk takk!
er þetta ekki svoldið langt comment? hmmmm...
Skrifa ummæli