miðvikudagur, 23. febrúar 2005

Gagnryni og brottför

kannski verður nýtt kríli í saumaklúbbsfjölskylduna komið þegar ég kem heim. Brottför frá G13a klukkan 06:13 á morgun. Stefnan tekin suðreftir þar sem bílnum verður komið fyrir í pössun hjá naglanum. Aukanefni við hæfi og kannski dyttir hún að samlæsingunni sem er biluð, nú eða ljósunum. Bíllinn þyrfti að fá nýjan eiganda sem getur hlúð að honum. En bílasölur eru bara svo óspennandi. En ekki Duty Free og læti. London í hálfan dag og læti. Rye og læti. Tónlistarhátíðin ATP og læti. úff hvað ég hlakka til. Nýtt umhverfi. Nýtt fólk. Ný tónlist.

Upplifði Grjótharða áðan. Nýtt íslenskt leikrit um 4 fanga sem sitja inni í fangelsi í nútímanum. Skemmtilegt hvernig sagan var sögð og fléttan vatt upp á sig. Plottið kom manni ekkert á óvart, og mér fannst nú vanta aðeins meira plott í dæmið. En tvisvar hugsaði ég um þríeininguna sem verður ekki farið nánar útí hér svo ekkert upplýsist. Verandi innan lokaðra veggja og algerlega sviptur öllu frelsi, alltaf með sama fólkinu, borðandi sama séríósið úr sömu diskunum, í sömu fötunum. Jú, leikararnir náðu alveg að túlka persónurnar sínar nokkuð vel. Lýsing mjög settleg sem og förðun. Leikmynd góð. Tónlistin mjög hressandi og með nauðsynlegar þagnir. Aðstandendur sýningarinnar fóru í heimsóknir á Litla Hraun. Aðstandendur sýningarinnar einungis karlmenn. Dýnamík sem er ekki oft í gangi á tímum herópa kynjabaráttunnar.
AKÞ leiklistargagnrýnandi dægradvalar og dægurlaga.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sendi strauma í ferðalagið verða að fara að sinna lifandi verum og hætta að fæða bloggfíkilinn í mér...kveðja sebnin