fimmtudagur, 3. febrúar 2005

uppskriftir fyrir veislu örnu

KJÚKLINGASALAT FYRIR FJÓRA TIL FIMM

4-5 kjúklingabringur skornar í bita
Kryddlögur:
1dl púðursykur
1dl b.b.q. sósa
hálfur dl soya sósa
2-10 hvítlauksrif (pressuð, magn eftir smekk)
Kryddleginum blandað saman í skál og kjúlla hent út í hann, látið standa í svona 4-5 tíma.
Salat:
1 poki Alabama salat - tómatar - rauðlaukur - rauð paprika - sveppir - fetaostur - brúnaðar hnetur
Kjúlli brúnaður vel, verður nánast klístraður á endanum sem er skemmtilegur fítus, púðursykurinn að standa fyrir sínu. Kjúklingi hellt yfir salatið og hnetum stráð yfir.KJÚKLINGABITAR ÚNNU
100 gr. smjör
3 mtsk Madras kryddblanda
1 bolli hvítvín
Allt þetta í pott og suða látin koma upp.
Blöndunni hellt yfir kjúklingabitana sem maður er búinn að setja í smurt eldfast mót.
Bakað í ca 30 mín.
Þá er 1 krukku af Mango Chutney hellt yfir hálfbakaða kjúklingabitana.
Bakað aftur í 30 mín.
Áður en kjúkl. er borinn fram er kókosmjöli og klipptum graslauk/vorlauk stráð yfir.

4 ummæli:

Arna B. sagði...

Nammi nammi namm. Ætla að prófa aðra hvora uppskriftina í kvöld. Kv., Arna

Nikki Badlove sagði...

ummmn nammi...ég vildi barað ég gæti keypt hamingjusamadauða kjúklinga....ekki holtasprautu-eitthvað bringur...skrítið þessi nútími, tölvusamskipti...betri en engin...ekki satt...hugsa til þín...

Arna B. sagði...

Hæ darling. Þú bjargaðir matarboðinu í gær. Allir voru yfir sig hrifnir af kjúklingabitum únnu. Prófa hina uppskriftina fljótlega. Bestu matarþakkir, Arna

Nafnlaus sagði...

ummmm ég er svo heppin að hafa borðað þetta hjá ykkur og þetta er með bestu kjúklingaréttum sem´eg hef smakkað og nú loksins hef ég uppskriftina ummm þú er yndisleg, svona finnst mér öll blogg eigi að hafa uppskriftir! en takk fyrir síðast snúlla mín
Petra matarfíkill!