Búin að sætta mig við það að vera í eðli mínu afslappaður lærari. Það bara virkar betur. Annars sá ég Lauru Bush í sjónvarpinu að halda einhverja rosa fyndna ræðu og hún meira að segja sagðist horfa á Desperate Housewifes. Veit ekki hvað ég á að halda um það, en ræðan hennar var mjög ófagleg og hún var soldið of mikið í því að reyna að vera fyndin.
Helgardagarnir liðu eins og ég væri úti á dekki í Smugunni. Tónleikar á föstudagskvöld og pizza í desert. Það var gott. Vinna á laug og sunn. Verkalýðsdaginn. Ætlaði pottþétt í göngu, en hugsaði bara til hennar. Undir lok gærdagsins komst ég að því að ég væri komin með húsveiki. Eða cabin fever á útlensku. Lýsir sér í bulli og flissi og einbeitingarskorti. Er að fara aftur á eftir í húsið. Kannski þarf ég ekki að vera lengi. Það verður fínt ef það verður því þá er búið að bjóða mér í skírnarveisluafganga jökuls orra péturssonar. Annars er lítið sem fer í gegnum huga minn þessa dagana, þar sem það er í eðli hins afslappaða lærara að læra þegar hann getur og nennir, eins lengi og hann vill og mér finnst það gaman.
Til þess að kóróna afslöppunina verður haldið á árshátíð á miðvikudaginn í vinnunni. Borðhaldið verður uppi á sviði. Það verður forvitnilegt. Nennti ekkert að bjóða kæra með, var viss um að hann nennti ekki, en síðan þegar ég minntist á það vildi hann ólmur fara. Ætla í sægrænum kjól með perlum ásaumuðum í kringum hálsmálið úr hjálpræðishersbúðinni í Miami, en fólkið fær ekki að sjá mig á hælum. Nú er það pulsa í síðbúinn hádegisverð á leiðinni í húsið. Bæ.
mánudagur, 2. maí 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
þú ert dugleg, þér fyrirgefst að vera rólegheitar lærari því þú lærðir í vetur og ert góður fartölvupikkari og hefur því OFURglósur úr tímunum. Svo ertu líka bara pínu klár.
Ef það lætur þér líða e-ð betur þá kláraði ég að lesa fyrstu skólabókina í dag - JEI! þá eru bara allar hinar eftir...
takk fyrir, en fólk hefur mismunandi aðferðir við lærdóm en maður þarf bara að finna út hvað hentar manni best, og sætta sig við það. Til hamingju með bókina, ég sendi þér læristrauma.
varðandi desperate housewives blibbið...ég var einmitt að hugsa um þetta vandamál áðan..sem ég held að sé orðið eitt riiiistastórt vandamál..var að horfa á svanhildi hólm segja í sjónvarpinu áðan að íslenskar konur væru með einna mestu atvinnuþáttöku í heiminum og brosti...en við eigum líka heimsmet í ritalín notkun! hvað gerðist?! alltí fokki? einu sinni var maðurinn úti og konan heima...svo vildi konan fá jafnrétti og líka fara út...en þá varð engin eftir heima og börnin fríkuðu öll út! við gerðum stóóór mistök...auðvitað átti kallinn að vera eftir heima þegar konan ákvað að fara út...eeeðaaaa...vinnudagurinn ætti að vera styttri og launin hærri...what to do what to do??
Skrifa ummæli