mánudagur, 20. febrúar 2006

bio

Það er gott að hafa svona leik eins og þennan að neðan. Takk þeir sem hafa gert.

Þær 24 klukkustundir sem ég hef dvalið á skrifstofunni minni í húsinu þessa helgi hafa eftirfarandi setningar heyrst frá mismunandi aðilum:

kk:,, og fyrir ríkinu er ég bara krimmi"
kvk:,, ég hef semsagt sofið í hóruhúsi"
kk: ,,hvað borgarðu af íbúðinni á mánuði?"
kk: ,, við erum nefnilega kærleiksvaktinni" ekki sami og sagði:
kk: .. og eins og segir í annarri mósesbók..."
kvk: ,, ég nenni ekkert að vera að co-a með honum vegna framhjáhaldsins"
kk: ,, ég trúi því að maður getur valið sér bylgjulengd til þess að vera á, jákvæða eða neikvæða"
kk: ,,hún þarf bara að láta ríða sér almennilega"
kk: ,, við í ásatrúarfélaginu viljum fá að gefa samkynhneigða saman"
kvk: .. ég veit ekki hvaða skilaboð Silvía Nótt sendir varðandi sambönd kvenna og karla" (þegar S.N. var nýbúin að segja kærastann sinn Romario, verða brjálaðan ef hún drifi sig ekki út úr viðtalinu í Kastljósi fyrr í kvöld)

Einnig spilaði ég við tvo menn 1 spil af gerðinni Eufrat & Tigris. Vann ekki. Þýskt gæða-borðspil. Kannski heppilegt fyrir nörda. Og fékk borgað fyrir það. Fékk ís að gjöf. Las skóla fullt. T.d. hálfrar blaðsíðu langar setningar frá Bourdieu (þýtt úr frönsku í ensku). Eins sjúskuð og ég er alltaf eftir svona helgar þá er alltaf gott að koma heim og verð að minna mig á að þetta er fín vinna.

Engin ummæli: