sunnudagur, 19. febrúar 2006

goður matur

Grænt og hvítt lasagna

2 hausar brokkólí (skorið í munnbita)
1 Zucchini (skorið í sneiðar)
og settir í sjóðandi vatn í 5 mínútur.
Sigtað, og í skál.

1 græn pestó krukka útá.
100 grömm saxaðar furuhnetur
100 grömm saxaðar valhnetur.
Salt og pipar. Allt hrært, þetta er semsagt fyllingin.

Aðaldæmið er bechamel sósan á fínu nafni...
9 dl mjólk í pott.
Útí hana:
1 smátt skorinn laukur
Negulnaglar 3
Timjan
Múskat
salt
pipar
og fleira krydd ef þig langar.
Suðan látin koma upp pínku, tekið af hellunni, lok á og hitinn látinn halda sér í mjólkinni. Ég fattaði þegar þetta var allt að gerast að þetta er kannski bara efnafræði. Það að elda. Og kannski elska...

1 skammtur hugsun af ást og friði og þolinmæði og þakklæti í þetta.

85 gr smjör - brætt í potti sem passar undir mjólkina.
75 gr hveiti sem er bætt hægt út í bráðnað heitt smjörið og alltaf hrært.
Ekkert má brenna.

Sigti - og mjólkin sigtuð. Nú ættu kryddin að vera búin að færa sig yfir í mjólkina (efnafræði?)
Hægt og bítandi hellir maður mjólkinni út í smjör/hveitihræruna.
Hægt.
Þolinmæði.
Hræra.
Alltaf hræra og láta fína deigið??? sem myndast nánast sjóða á milli þess að maður hellir meiri mjólk útí.
Að lokum ættir þú að standa frammi fyrir dásamlegri beigehvítri skrítinni sósu, soldið þykkri.

Lasagna í botninn.
Sósa ofaná.
Græna gumsið.
og svo þar fram eftir götunum...
Efsta lagið er lasagna-sósa-ostur.
Bake till golden...

(fyrir ostunnendur, má láta ost líka á milli, yfir græna dótið)

Næst kemur uppskrift að grænu guacamole...
Ekki núna, því ég var að koma heim úr vinnunni
Kaus Sylvíu einu sinni úr vinnusímanum. Hreinlega varð að fá að taka þátt með atkvæði mínu.

Engin ummæli: