sunnudagur, 26. febrúar 2006

break

á lækjartorgi í gær um klukkan 19 lágu margar framlengingarsnúrur tengdar hvor við aðra út úr fröken Reykjavík í ghettoblaster út á torgi. Þar voru þrír dansarar að dansa. Break. Gotudansa? Í áttunda bekk og það var alveg við það að detta í dimmt. Ég stóð og gapti og gaf 141 krónu í hattinn á götunni. 2 strákar og 1 stelpa. Varst þú ekki kennarinn minn? Jú þið eruð frábær. Gerðu þetta líka í fyrradag og fengu 14000 krónur í hattinn. Kunna að bjarga sér og æfa dans eins og aðrir æfa íþróttir, en aðeins einn dansar í einu. I like.

Kveðjustund:
Í þessari stund fá nokkrir kveðjur,
Nýi heimilisandinn í keflavík.
Og útlandabúar, t.d. í skotlandi, englandi, danmörku, bna, lúxemborg og naturlich í þýskalandi.

Er heimurinn rosa lítill?

Afmælisbarninu fannst það ekki fyndið þegar ég spurði hvort hann væri 6 ára (en nían sneri bara öfugt fyrir mér) Verð að fara að taka meira tillit til fólks. Þarf að jafna mig eftir sykurafmælisboðssnittusjokkið.

2 ummæli:

baba sagði...

kveðja til þín mín kæra..

Móa sagði...

Ég þakka fyrir kveðju, þó þú sérst kannski að tala til kanadamannsins. En minn sambýlingur er einmitt með honum í för um þessar mundir. Þurfum við ekki að plana rokkferð saman, only girls!!