þriðjudagur, 7. febrúar 2006

gluggun

Ég hlæ þegar hún gengur niður götuna og skimar. Stoppar, lyftir fætinum tígullega upp á vel valinn stað og reimar. Ég fyllist undrun þegar hann gengur niður götuna borðandi júmbó-samloku. Plastið liðast af samlokunni og fellur á götuna þar sem það dansar fyrir framan hann í nokkra stund án þess að hann taki það upp, en borðar samlokuna með bestu lyst.

1 ummæli:

baba sagði...

glugginn þinn er svo skemmtilegur...alltaf eitthvað að gerast...það gerist voða fátt út um gluggann minn...bara aðrir gluggar á öðru húsi..en einu sinni sá ég gamla sæta konu pússa gluggann sinn...