hreint út sagt væri það við hæfi að taka einn skammt af sýru ákkúrat núna. Og þá yrði það líka í fyrsta skiptið fyrir mig, í þágu vísindanna að sjálfsögðu. Nú í dag, þegar sólin skín og ég vil vera úti er ég búin að vera að melta skynjun. Skynjun í fyrirbærafræðilegu ljósi. Þess vegna kom sýruhugsunin upp. Hvað er betra en að upplifa á eigin skinni takmörk og víðáttur skynjunarinnar og skrifa síðan um það fræðilega ritgerð?
Að veraldlegum pirring: prentarinn vill ekki prenta, segir blek vera búið en það er ekki búið og ég nenni þessu ekki. Anda djúpt kona. Því nenni ég bara ekki því ég vil komast í sund eftir lær-dag, vil upplifa lista-gjörning og komast í partý. Núna. Og fá einn skammt af sýru til þess að ritgerðin verði fullkomin.
í þessum töluðu orðum er ég að reyna að gabba prentarann... góða helgi
föstudagur, 31. mars 2006
þriðjudagur, 28. mars 2006
biiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiip
er að verða nett pirruð. síðan klukkan 21 í gærkvöldi hefur hátt skerandi bíp komið frá fyrrverandi tannlæknastofunni á 1.hæð, ég er á 3.hæð. Ég held að þetta komi til vegna þess að það vantar batterí í innbrotsþjófakerfisstöðina. Þannig að nú er tilvalið að brjótast inn... sko niðri, ekki hjá mér.
Kannski ætti ég bara að brjótast inn til að mölva tækið.
Neiiiii. hinn góði borgari og samviskusamlega ég er búin að láta vita. En enginn gerir neitt og eyrun mín eru búin að stimpla þetta hátíðnihljóð inn sem hluta af tilverunni.
Yogað í dag var mjög gott. Merkilegt hvernig hlýjan getur bara setið í manni í langan tíma á eftir, núna t.d. í bakinu.
Þegar ég kom heim beið mín boðskort í brúðkaup á Cape Breton eyju, þann 20.maí. Hlakka ekkert smá til, enda búin að fjárfesta í fallegum kjól og síðan er fólkið bara svo undursamlega fallegt þarna. Nema sumir. En nyrst á eyjunni er inbreed nýlenda. Þangað er ég ekki að fara. Ok bæ.
Kannski ætti ég bara að brjótast inn til að mölva tækið.
Neiiiii. hinn góði borgari og samviskusamlega ég er búin að láta vita. En enginn gerir neitt og eyrun mín eru búin að stimpla þetta hátíðnihljóð inn sem hluta af tilverunni.
Yogað í dag var mjög gott. Merkilegt hvernig hlýjan getur bara setið í manni í langan tíma á eftir, núna t.d. í bakinu.
Þegar ég kom heim beið mín boðskort í brúðkaup á Cape Breton eyju, þann 20.maí. Hlakka ekkert smá til, enda búin að fjárfesta í fallegum kjól og síðan er fólkið bara svo undursamlega fallegt þarna. Nema sumir. En nyrst á eyjunni er inbreed nýlenda. Þangað er ég ekki að fara. Ok bæ.
sunnudagur, 26. mars 2006
al sunn
föstudagur, 24. mars 2006
daggardropi
Alveg hreint ágætis flæði í gangi. MIkið að gera. Mikið að hugsa. Fíla ekki þegar maður finnur kaldar gallabuxurnar með húðinni á lærunum í kuldanum. Verð að fara að hugsa á fyrirbærafræðilegan hátt. Allaveganna í smá tíma þar sem nú eru yfirvofandi 2 ritgerðir. Er ekki enn tilbúin að setjast niður og tölvast með þeim.
Draumalandið er góð upplifun.
Draumalandið er góð upplifun.
þriðjudagur, 21. mars 2006
brazil dagurinn
Í dag skín sólin inn um gluggana.
Æsispennandi dagur.
Brjóstahaldaralaus dagur.
Afrek mín:
Sjá sólina inni í hlýjunni.
Fór út að kaupa mjólk í brasilíska rótsterka kaffið sem ég fann upp í skáp og veit ekkert hvaðan kom. Á leiðinni í mjólkurinnkaupin varð mér ljóst hvað það væri kalt og gott að ég væri búin að vera inni í allan dag að föndra fyrirlestur (30mín) fyrir morgundaginn. Ekkert power point. En mjög ljóðrænt. Og ætla ég að byrja og enda á því að vísa í samferðalang minn á árunum 95 - 98, bókina Maðurinn er alltaf einn eftir Thor Vilhjálmsson. Tilraunir eru hressandi. Víkjum aftur að sögunni. Kom við í bókabúðinni til að kaupa símakort. Fór út með það og listaverk. Að ég held. Tilboð á Draumalandinu - sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð eftir Andra Snæ. 2500.
Af öðrum afrekum ber þar hæst að hafa þýtt viðtal (þar sem ég reyndi eftir fremsta magni að vera hlutlaus) og taka við áhyggjusímtali föður míns um líðan móður minnar, áhyggjur hans sendar áfram og túlkaðar í sms - form. Meðvirkni? Hlustað á viðtal við rúm/ísl-enska konu á rás 1 hjá Elísabetu Brekkan, sem einmitt á heiður skilinn fyrir að hækka rödd innflytjenda í fjölmiðlum. Nú og svo auðvitað er ég búin að naglalakka mig eina umferð. En fleiri skulu á því ég er að fara í matarboðshappadrætti hjá leynikvenfélagi síðar í kvöld. Vona að ég vinni eitthvað...
Æsispennandi dagur.
Brjóstahaldaralaus dagur.
Afrek mín:
Sjá sólina inni í hlýjunni.
Fór út að kaupa mjólk í brasilíska rótsterka kaffið sem ég fann upp í skáp og veit ekkert hvaðan kom. Á leiðinni í mjólkurinnkaupin varð mér ljóst hvað það væri kalt og gott að ég væri búin að vera inni í allan dag að föndra fyrirlestur (30mín) fyrir morgundaginn. Ekkert power point. En mjög ljóðrænt. Og ætla ég að byrja og enda á því að vísa í samferðalang minn á árunum 95 - 98, bókina Maðurinn er alltaf einn eftir Thor Vilhjálmsson. Tilraunir eru hressandi. Víkjum aftur að sögunni. Kom við í bókabúðinni til að kaupa símakort. Fór út með það og listaverk. Að ég held. Tilboð á Draumalandinu - sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð eftir Andra Snæ. 2500.
Af öðrum afrekum ber þar hæst að hafa þýtt viðtal (þar sem ég reyndi eftir fremsta magni að vera hlutlaus) og taka við áhyggjusímtali föður míns um líðan móður minnar, áhyggjur hans sendar áfram og túlkaðar í sms - form. Meðvirkni? Hlustað á viðtal við rúm/ísl-enska konu á rás 1 hjá Elísabetu Brekkan, sem einmitt á heiður skilinn fyrir að hækka rödd innflytjenda í fjölmiðlum. Nú og svo auðvitað er ég búin að naglalakka mig eina umferð. En fleiri skulu á því ég er að fara í matarboðshappadrætti hjá leynikvenfélagi síðar í kvöld. Vona að ég vinni eitthvað...
laugardagur, 18. mars 2006
sjörnuspa
í dag á allt eftir að smella.
klikk klikk. Það smelltist.
Stakk mér í sund í rigningunni.
Útlendur ómur inn af götunni.
klikk klakk
skórnir.
Er búin að vera að fylgjast með vonduljóðakeppninni í blöðunum sem nýhil hefur á sínum snærum og hef mikið gaman af. Held að úrslitin birtist á morgun. Veit ekki með hvaða ljóði ég held. Held ég sé ekki búin að sjá öll. Held held held er hetja á þýsku.
Sýknur, herinn burt og hvaðeina. The constant gardener soldið góð. Er með nýja teiknimynd eftir Hayao Miyazaki og hlakka mikið til að sjá.
Horfði út um stofugluggann í dag á meðan ég talaði í símann og allt smelltist í eitt augnablik.
(núna af götunni: ,,það er svo glatt á góðra vina...")
klikk klikk. Það smelltist.
Stakk mér í sund í rigningunni.
Útlendur ómur inn af götunni.
klikk klakk
skórnir.
Er búin að vera að fylgjast með vonduljóðakeppninni í blöðunum sem nýhil hefur á sínum snærum og hef mikið gaman af. Held að úrslitin birtist á morgun. Veit ekki með hvaða ljóði ég held. Held ég sé ekki búin að sjá öll. Held held held er hetja á þýsku.
Sýknur, herinn burt og hvaðeina. The constant gardener soldið góð. Er með nýja teiknimynd eftir Hayao Miyazaki og hlakka mikið til að sjá.
Horfði út um stofugluggann í dag á meðan ég talaði í símann og allt smelltist í eitt augnablik.
(núna af götunni: ,,það er svo glatt á góðra vina...")
fimmtudagur, 16. mars 2006
köttur i sekk?
Hvernig líður þér þegar þú borgar meira en 10.000 krónur fyrir eitthvað, meira en 20,30 þúsund og færð síðan ekki það sem þú varst að kaupa?
Þetta gerðist í gær, að vísu ekki í mínu nafni. Sambýlingur minn keypti 2 flugmiða hjá ónefndu flugfélagi fyrir gærdaginn, en hann þurfti að mæta á 2 fundi í dag úti. Flugvél frá Kef. seinkar um rúma 2 tíma, og þ.a.l. náði hann ekki tengifluginu frá Köben. Engin fleiri flug voru það kvöldið. Sjálfur kostaði hann hótelgistingu í borg sem hann kærði sig ekki um að vera í, og tengiflugið í morgun þurfti hann líka sjálfur að greiða. Tíminn sem fór í þetta og eyðilagðar vinnustundir verða ekki tíundaðar hér.
Það versta er að í Leifsstöð í gær laug starfsmaður þessa fyrirtækis upp í opið geðið á okkur (ég var vitni). Farþeginn hafði nefnilega áður lent í veseni hjá þessu fyrirtæki sem hefur lengi verið eitt á markaðinum á þessari eyju og því ákvað hann að spyrjast fyrir um mögulegar afleiðingar á tengiflugi, vegna seinkunarinnar. Starfsmaður ( yfirmaður, sem ég einmitt náði nafninu á þar sem ég stóð meðan þau blöðruðu) sagði: ef ekkert tengiflug finnst í Köben þegar þú kemur þangað, en þar eru meiri möguleikar á að finna fleiri tengiflug heldur en hér í Kef. (sem ég skil að vísu ekki), greiðir flugfyrirtækið að sjálfsögðu gistingu fyrir þig og gefur þér compensation upp á 200 evrur eða roundabout ticket!
Í morgun hringdi hann og talaði við sama starfsmanninn sem ekki náðist í í gærkvöldi frá köben, og þá voru tilsvörin þessi: æ æ, það sem ég sagði átti við um ef þú hefðir verið á Íslandi! Þá baðst manneskjan heldur ekki afsökunar.
Hvað gerir maður?
Annars er málið bara yoga í dag og alla daga, glaumur í lærihjartanu sem hefur stundum áhyggjur af því að læra ekki nóg, næstum búin að klára að gera persónunjósnatalið og pad thai núðlur í kvöldmatinn. Fleira var það ekki.
Þetta gerðist í gær, að vísu ekki í mínu nafni. Sambýlingur minn keypti 2 flugmiða hjá ónefndu flugfélagi fyrir gærdaginn, en hann þurfti að mæta á 2 fundi í dag úti. Flugvél frá Kef. seinkar um rúma 2 tíma, og þ.a.l. náði hann ekki tengifluginu frá Köben. Engin fleiri flug voru það kvöldið. Sjálfur kostaði hann hótelgistingu í borg sem hann kærði sig ekki um að vera í, og tengiflugið í morgun þurfti hann líka sjálfur að greiða. Tíminn sem fór í þetta og eyðilagðar vinnustundir verða ekki tíundaðar hér.
Það versta er að í Leifsstöð í gær laug starfsmaður þessa fyrirtækis upp í opið geðið á okkur (ég var vitni). Farþeginn hafði nefnilega áður lent í veseni hjá þessu fyrirtæki sem hefur lengi verið eitt á markaðinum á þessari eyju og því ákvað hann að spyrjast fyrir um mögulegar afleiðingar á tengiflugi, vegna seinkunarinnar. Starfsmaður ( yfirmaður, sem ég einmitt náði nafninu á þar sem ég stóð meðan þau blöðruðu) sagði: ef ekkert tengiflug finnst í Köben þegar þú kemur þangað, en þar eru meiri möguleikar á að finna fleiri tengiflug heldur en hér í Kef. (sem ég skil að vísu ekki), greiðir flugfyrirtækið að sjálfsögðu gistingu fyrir þig og gefur þér compensation upp á 200 evrur eða roundabout ticket!
Í morgun hringdi hann og talaði við sama starfsmanninn sem ekki náðist í í gærkvöldi frá köben, og þá voru tilsvörin þessi: æ æ, það sem ég sagði átti við um ef þú hefðir verið á Íslandi! Þá baðst manneskjan heldur ekki afsökunar.
Hvað gerir maður?
Annars er málið bara yoga í dag og alla daga, glaumur í lærihjartanu sem hefur stundum áhyggjur af því að læra ekki nóg, næstum búin að klára að gera persónunjósnatalið og pad thai núðlur í kvöldmatinn. Fleira var það ekki.
mánudagur, 13. mars 2006
diplomacy
7 klukkustundir í gær fóru í það að vera Austurríki og Frakkland á vormánuðum 1901. Þar þurfti ég að verjast, sækja áfram, vinna með og á móti öðrum löndum, passa bæði landgönguliðin og flotana og skemmta mér. Leikar fóru svo að Austurríki og Frakkland áttu Búlgaríu, Rúmeníu, Munchen hérað og kannski eitt annað, en undir haust 1909 þegar allt var komið undir lok, þá missti ég Grikkland... Vann semsagt ekki. En það var gaman.
Var soldið pirr eftir skóla í dag, sem hefur lagast mikið enda er ég búin að borða. Hef óljósan grun um að ég sé bara glötuð þegar mér vantar matarkyns næringu. Eða, er það kannski bara of góð afsökun?
Var soldið pirr eftir skóla í dag, sem hefur lagast mikið enda er ég búin að borða. Hef óljósan grun um að ég sé bara glötuð þegar mér vantar matarkyns næringu. Eða, er það kannski bara of góð afsökun?
föstudagur, 10. mars 2006
trans
var viðstödd fyrirlestur í dag þar sem dr. susan stryker talaði um trans-dót. Kannski að mestu leyti í sögulegu samhengi, þar sem hún er sagnfræðingur. Mjög forvitnilegt allt saman og sérstaklega stofnanavæðing kyngervis sem hún fór ekki nógu vel inná að mínu mati. Þá hefði ég viljað heyra meira í ísl-trans-fólki og upplifun þeirra hér. Af umræðum að dæma er augljóst að transar eiga ekki heima innan samtakanna 78 hér á landi, en fyrirlesari mælti alveg eins með því. En það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist. Síðan getur alveg verið einhver jaðar-transa-hreyfing sem ég veit ekkert um... hmm. Spennó. trans dans. transar eru líka fólk!
Nú liggur leiðin á eitt af eldri kaffihúsum bæjarins þar sem mjög fræðilegar umræður eiga eftir að eiga sér stað í bland við ófræðilegri, kaffi og sígó. Síðan vinna og síðan, ja hver hefði getað trúað því. Helgarfrí.
Pínu helgarkonfekt í lokin. Foucault sem er mikils metinn heimspekigaur í dag droppaði sýru og sagði það hafa verið ein af bestu upplifunum sínum í lífinu. Held ég fari ekki að droppa sýru, en mér finnst gott að vita það að þó að hann hafi verið leðurhommi með HIV og droppað sýru lifi kenningar og hugmyndir hans. Samt skrítið að ritstjóri Foucault ritsins hafi þurft að taka þetta fram með sýruna...
Nú liggur leiðin á eitt af eldri kaffihúsum bæjarins þar sem mjög fræðilegar umræður eiga eftir að eiga sér stað í bland við ófræðilegri, kaffi og sígó. Síðan vinna og síðan, ja hver hefði getað trúað því. Helgarfrí.
Pínu helgarkonfekt í lokin. Foucault sem er mikils metinn heimspekigaur í dag droppaði sýru og sagði það hafa verið ein af bestu upplifunum sínum í lífinu. Held ég fari ekki að droppa sýru, en mér finnst gott að vita það að þó að hann hafi verið leðurhommi með HIV og droppað sýru lifi kenningar og hugmyndir hans. Samt skrítið að ritstjóri Foucault ritsins hafi þurft að taka þetta fram með sýruna...
miðvikudagur, 8. mars 2006
ha ha
það fer stundum í taugarnar á mér hversu léleg ég er að segja brandara. Enda hef ég ekki lagt mig fram í því að muna þá. En núna er allt bjart. Það kann ég vel að meta. Sólin skín í gegnum saltið á rúðunum og ég á leið út í skoðunarferð. En var hugsað til mismunandi upplifana á sama stað þegar ég gekk í gegnum suðurgötukirkjugarðinn fyrr í dag. Í sólinni. Með dub í eyrunum.
Fer kannski nánar út í þetta síðar eins og um svo margt sem ég skrifa hér. Græna uppskriftin af Guacamole-inu er t.d. ekki komin enn. Við erum samt að tala um kóríander í því. anyways.
Ýkt gaman í skólanum í dag eins og næstum því alltaf.
Ýkt gaman að endurheimta sambýling í 9 nætur.
Ýkt gaman að það sé kominn Mars og næst kemur Apríl.
Fer kannski nánar út í þetta síðar eins og um svo margt sem ég skrifa hér. Græna uppskriftin af Guacamole-inu er t.d. ekki komin enn. Við erum samt að tala um kóríander í því. anyways.
Ýkt gaman í skólanum í dag eins og næstum því alltaf.
Ýkt gaman að endurheimta sambýling í 9 nætur.
Ýkt gaman að það sé kominn Mars og næst kemur Apríl.
sunnudagur, 5. mars 2006
ljoð
leikur leikrit leikhús leithús
Semsagt vinnuhelgi. Engar stjörnur í kvöld.
Búin að upplifa Pétur Gaut. Rýmið nýtt á munúðarfullan hátt. Öll umgjörð góð. Draumkennt bíómyndadrama. Meira að segja með splatter. Förðun engin. Úrvalsleikarar. Skildi aðalleikarann stundum ekki alveg sem talaði stundum hratt og óskýrt. En það hefur soldil áhrif í svona leikriti þar sem textinn er allur í bundnu máli. Sem er náttúrulega bara ljóð? takk fyrir. Mæli með þessari sýningu.
Áður vissi ég ekki neitt um söguna sem fer fram í leikritinu. Það kom ekki að mikilli sök því upplifunin var hrífandi. Þó nauðsynlegt að benda á 2 tegundir af upplifun (1 búin að lesa leikritið (held 2 doðrantar), hin ég)
- meðaumkun með pg þar sem hann er veikur
- helvítis fáviti, pg.
ljóð í leikhúsi um þessar mundir, en hitt verkið sem verið var að frumsýna heitir Virkjunin. Og titillinn gefur nógu margt til kynna og því óþarfi að dvelja við það. En þetta verk var einmitt ekki skrifað sem beint leikrit með einhverjum persónum og venjulegri atburðarás.
fleiri ljóð
sól sól skín á mig ský ský burt með þig
Tel mig blekkta á hverjum einasta degi þar sem ég held alltaf að sé miklu hlýrra úti en birtan og sólin gefa í skyn inn um gluggann.
Kokteil boð á hótel sögu í gær í boði deildarinnar þar sem kennarar og nem komu saman. gaman. fylling og fræði. Very dandy indeed.
ljóð. meiri ljóð
p.s. er soldið búin að vera að halda upp á í sund á föstudögum.
Semsagt vinnuhelgi. Engar stjörnur í kvöld.
Búin að upplifa Pétur Gaut. Rýmið nýtt á munúðarfullan hátt. Öll umgjörð góð. Draumkennt bíómyndadrama. Meira að segja með splatter. Förðun engin. Úrvalsleikarar. Skildi aðalleikarann stundum ekki alveg sem talaði stundum hratt og óskýrt. En það hefur soldil áhrif í svona leikriti þar sem textinn er allur í bundnu máli. Sem er náttúrulega bara ljóð? takk fyrir. Mæli með þessari sýningu.
Áður vissi ég ekki neitt um söguna sem fer fram í leikritinu. Það kom ekki að mikilli sök því upplifunin var hrífandi. Þó nauðsynlegt að benda á 2 tegundir af upplifun (1 búin að lesa leikritið (held 2 doðrantar), hin ég)
- meðaumkun með pg þar sem hann er veikur
- helvítis fáviti, pg.
ljóð í leikhúsi um þessar mundir, en hitt verkið sem verið var að frumsýna heitir Virkjunin. Og titillinn gefur nógu margt til kynna og því óþarfi að dvelja við það. En þetta verk var einmitt ekki skrifað sem beint leikrit með einhverjum persónum og venjulegri atburðarás.
fleiri ljóð
sól sól skín á mig ský ský burt með þig
Tel mig blekkta á hverjum einasta degi þar sem ég held alltaf að sé miklu hlýrra úti en birtan og sólin gefa í skyn inn um gluggann.
Kokteil boð á hótel sögu í gær í boði deildarinnar þar sem kennarar og nem komu saman. gaman. fylling og fræði. Very dandy indeed.
ljóð. meiri ljóð
p.s. er soldið búin að vera að halda upp á í sund á föstudögum.
fimmtudagur, 2. mars 2006
hip (pa) dagur?
þetta er búinn að vera góður dagur hugsa ég þessar stundirnar. Las nefnilega í stjörnuspánni að þetta ætti að verða frábær dagur. Ég veit ekki lengur hverju ég á að trúa, þ.e.a.s. hvaða stjörnuspá? Fullt af mismunandi dóti fyrir dreka eins og mig. Hef aldrei spúið eldi þó. En fór í sjómann við tvo vinnufélaga. Tapaði fyrir báðum. Djö. Hélt að ég væri rosa sterk. Þarf bara að fara að lyfta... djók. Finnst að ég þurfi alltaf að taka það fram. Mannfræðileg skýrmæli. Elska skólann. Ekki hann sem stofnun heldur bara námið sem ég er að ganga í gegnum þessa dagana. Allt ógó spennó. Eða ég hef þá staðreynd fyrirframgefna í hausnum á mér. Geng bara útfrá því. Síðan lærði ég í dag að ég má eiga heima á Mannfræðilandi þegar ég geri rannsóknina. Það er land sem fólk í mörgum mismunandi hlutverkum í daglegu lífi og skoðar eigið samfélag verður að hverfa til á meðan allt er í gangi. Spennó er það ekki? Nýtt land sem er bara til í hausnum á mér!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)