fimmtudagur, 2. mars 2006

hip (pa) dagur?

þetta er búinn að vera góður dagur hugsa ég þessar stundirnar. Las nefnilega í stjörnuspánni að þetta ætti að verða frábær dagur. Ég veit ekki lengur hverju ég á að trúa, þ.e.a.s. hvaða stjörnuspá? Fullt af mismunandi dóti fyrir dreka eins og mig. Hef aldrei spúið eldi þó. En fór í sjómann við tvo vinnufélaga. Tapaði fyrir báðum. Djö. Hélt að ég væri rosa sterk. Þarf bara að fara að lyfta... djók. Finnst að ég þurfi alltaf að taka það fram. Mannfræðileg skýrmæli. Elska skólann. Ekki hann sem stofnun heldur bara námið sem ég er að ganga í gegnum þessa dagana. Allt ógó spennó. Eða ég hef þá staðreynd fyrirframgefna í hausnum á mér. Geng bara útfrá því. Síðan lærði ég í dag að ég má eiga heima á Mannfræðilandi þegar ég geri rannsóknina. Það er land sem fólk í mörgum mismunandi hlutverkum í daglegu lífi og skoðar eigið samfélag verður að hverfa til á meðan allt er í gangi. Spennó er það ekki? Nýtt land sem er bara til í hausnum á mér!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þú ýkt sterk:)
Takk fyrir skilaboðin í dag, mig langar líka til að heyra í þér.
Bæjó,
Doddi

baba sagði...

vá get ég líka heimsótt mannfræðiland?

AnnaKatrin sagði...

auðvitað frú. En eðli málsins samkvæmt verður það land ólíkt mínu, allaveganna að einhverju leyti.

Varðandi styrkleika, þá er ég ábyggilega sterk. Þrátt fyrir að hafa tapað í sjómanni. Málið var bara það, að í ýmsum stofnunum eru vatnsbrunnar fyrir fólk að drekka úr með massavatnsdúnki ofaná. Þannig vildi til að ég var beðin um að endurnýja, þ.e.a.s. halda á einum upp á næstu hæð. Jú jú, ábyggilega 15 - 20 kg. Og það gekk vel. Þegar ég var komin að brunndælunni með kútinn komu 2 menn sem sögðu það ótækt að ég myndi sjá um þetta... Og þá bauð ég uppá sjómann svona til að hafa fútt í tilverunni.