laugardagur, 18. mars 2006

sjörnuspa

í dag á allt eftir að smella.

klikk klikk. Það smelltist.
Stakk mér í sund í rigningunni.
Útlendur ómur inn af götunni.
klikk klakk
skórnir.

Er búin að vera að fylgjast með vonduljóðakeppninni í blöðunum sem nýhil hefur á sínum snærum og hef mikið gaman af. Held að úrslitin birtist á morgun. Veit ekki með hvaða ljóði ég held. Held ég sé ekki búin að sjá öll. Held held held er hetja á þýsku.

Sýknur, herinn burt og hvaðeina. The constant gardener soldið góð. Er með nýja teiknimynd eftir Hayao Miyazaki og hlakka mikið til að sjá.

Horfði út um stofugluggann í dag á meðan ég talaði í símann og allt smelltist í eitt augnablik.
(núna af götunni: ,,það er svo glatt á góðra vina...")

1 ummæli:

baba sagði...

fuuundi! sei no mor! allt er auðvelt eftir á og ég veit ekki hvar ég er...pís át..