fimmtudagur, 16. mars 2006

köttur i sekk?

Hvernig líður þér þegar þú borgar meira en 10.000 krónur fyrir eitthvað, meira en 20,30 þúsund og færð síðan ekki það sem þú varst að kaupa?

Þetta gerðist í gær, að vísu ekki í mínu nafni. Sambýlingur minn keypti 2 flugmiða hjá ónefndu flugfélagi fyrir gærdaginn, en hann þurfti að mæta á 2 fundi í dag úti. Flugvél frá Kef. seinkar um rúma 2 tíma, og þ.a.l. náði hann ekki tengifluginu frá Köben. Engin fleiri flug voru það kvöldið. Sjálfur kostaði hann hótelgistingu í borg sem hann kærði sig ekki um að vera í, og tengiflugið í morgun þurfti hann líka sjálfur að greiða. Tíminn sem fór í þetta og eyðilagðar vinnustundir verða ekki tíundaðar hér.

Það versta er að í Leifsstöð í gær laug starfsmaður þessa fyrirtækis upp í opið geðið á okkur (ég var vitni). Farþeginn hafði nefnilega áður lent í veseni hjá þessu fyrirtæki sem hefur lengi verið eitt á markaðinum á þessari eyju og því ákvað hann að spyrjast fyrir um mögulegar afleiðingar á tengiflugi, vegna seinkunarinnar. Starfsmaður ( yfirmaður, sem ég einmitt náði nafninu á þar sem ég stóð meðan þau blöðruðu) sagði: ef ekkert tengiflug finnst í Köben þegar þú kemur þangað, en þar eru meiri möguleikar á að finna fleiri tengiflug heldur en hér í Kef. (sem ég skil að vísu ekki), greiðir flugfyrirtækið að sjálfsögðu gistingu fyrir þig og gefur þér compensation upp á 200 evrur eða roundabout ticket!

Í morgun hringdi hann og talaði við sama starfsmanninn sem ekki náðist í í gærkvöldi frá köben, og þá voru tilsvörin þessi: æ æ, það sem ég sagði átti við um ef þú hefðir verið á Íslandi! Þá baðst manneskjan heldur ekki afsökunar.

Hvað gerir maður?

Annars er málið bara yoga í dag og alla daga, glaumur í lærihjartanu sem hefur stundum áhyggjur af því að læra ekki nóg, næstum búin að klára að gera persónunjósnatalið og pad thai núðlur í kvöldmatinn. Fleira var það ekki.

2 ummæli:

Hrefna sagði...

Þetta er sko köttur í sekk. Vá hvað þetta spælandi og ömurlegur starfsmaður!!

Nafnlaus sagði...

allir hressir...
:/