föstudagur, 10. mars 2006

trans

var viðstödd fyrirlestur í dag þar sem dr. susan stryker talaði um trans-dót. Kannski að mestu leyti í sögulegu samhengi, þar sem hún er sagnfræðingur. Mjög forvitnilegt allt saman og sérstaklega stofnanavæðing kyngervis sem hún fór ekki nógu vel inná að mínu mati. Þá hefði ég viljað heyra meira í ísl-trans-fólki og upplifun þeirra hér. Af umræðum að dæma er augljóst að transar eiga ekki heima innan samtakanna 78 hér á landi, en fyrirlesari mælti alveg eins með því. En það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist. Síðan getur alveg verið einhver jaðar-transa-hreyfing sem ég veit ekkert um... hmm. Spennó. trans dans. transar eru líka fólk!

Nú liggur leiðin á eitt af eldri kaffihúsum bæjarins þar sem mjög fræðilegar umræður eiga eftir að eiga sér stað í bland við ófræðilegri, kaffi og sígó. Síðan vinna og síðan, ja hver hefði getað trúað því. Helgarfrí.

Pínu helgarkonfekt í lokin. Foucault sem er mikils metinn heimspekigaur í dag droppaði sýru og sagði það hafa verið ein af bestu upplifunum sínum í lífinu. Held ég fari ekki að droppa sýru, en mér finnst gott að vita það að þó að hann hafi verið leðurhommi með HIV og droppað sýru lifi kenningar og hugmyndir hans. Samt skrítið að ritstjóri Foucault ritsins hafi þurft að taka þetta fram með sýruna...

1 ummæli:

baba sagði...

já ég held að mestu snillingarnir séu oft líka mestu vitleysingarnir...eða það er vitleysingar að mati fjöldans...eða er það ekki annars álitið vera vitleysa að vera leðurhommi á sýru?...það var það allavega örugglega þegar foucault var upp á sitt besta...það var líka einu sinni heimspekingur sem hét Walter Benjamin og hann skrifaði heilu ritgerðirnar um upplifanir sínar af allskyns dóti...meskalíni og sýru og ljúfari meðölum líka...mjög fyndið og fróðlegt að lesa..híhí..