mánudagur, 13. mars 2006

diplomacy

7 klukkustundir í gær fóru í það að vera Austurríki og Frakkland á vormánuðum 1901. Þar þurfti ég að verjast, sækja áfram, vinna með og á móti öðrum löndum, passa bæði landgönguliðin og flotana og skemmta mér. Leikar fóru svo að Austurríki og Frakkland áttu Búlgaríu, Rúmeníu, Munchen hérað og kannski eitt annað, en undir haust 1909 þegar allt var komið undir lok, þá missti ég Grikkland... Vann semsagt ekki. En það var gaman.

Var soldið pirr eftir skóla í dag, sem hefur lagast mikið enda er ég búin að borða. Hef óljósan grun um að ég sé bara glötuð þegar mér vantar matarkyns næringu. Eða, er það kannski bara of góð afsökun?

Engin ummæli: