ein góð vinkona mín er fædd árið 1919. Hún er þýsk og ólst upp í Vestur-Berlín. Foreldrar hennar voru kristnir, en pabbi hennar lést rétt fyrir stríð (seinni heimsstyrjöldina). Í gegnum tíðina hef ég reynt að tala við hana um stríðstímann í Þýskalandi og í dag fékk ég mestu upplýsingarnar hingað til. Þannig er mál með vexti að eldri kynslóð Þjóðverja á oft erfitt með að tala um þennan tíma, kannski vegna tilfinninga á borð við skömm, niðurlæging, depurð og fleira í þeim dúr. Yngri kynslóðir Þjóðverja eru líklega smám saman að sætta sig við þetta og yngstu kynslóðir Þjóðverja tala glaðir um þetta (en kannski líka vegna þess að þeir upplifðu ekki hryllinginn). En hvað veit ég svosem?
Í 6 mánuði vann hún hjá Flokknum. Til þess að fá skólastyrk og bara það að fá að fara í skóla þurfti hún að vinna fyrir Flokkinn. Þar skrifaði hún utan á umslög sem send voru til fólks með áróðri Flokksins. Eftir þessa 6 mánuði fékk hún að fara í skólann/halda náminu áfram. Þess má geta að hún er lærður flugmaður, skurðlæknir og nálastungulæknir. Til þess að læra til læknis var hún m.a. í starfsnámi á spítala rétt fyrir norðan Berlín. Þangað tók hún lestina á hverjum morgni. Það eina sem hún tók með sér var skartgripir og skammbyssa. Hún vissi aldrei hvort hún myndi koma aftur eða hvaða ástand myndi bíða hennar við heimkomu. Hryllilegustu minningar hennar eru þegar sírenurnar fóru í gang þegar verið var að sprengja Berlín, en móðirin og systurnar 2 höfðu ekki aðgang að neinum kjallara/neðanjarðarbyrgi og bjuggu á 3.hæð. Og hún segist bara hafa verið heppin.
Nóg í bili. Vildi bara koma þessu út úr hausnum á mér.
Sendi bara gleðilega og fallega strauma til ykkar heppna fólk.
Njótið dagsins.
föstudagur, 9. júní 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
vá...sögur eru mikilvægar og merkilegar...hrollur...er á leiðinni í sveitapartí...túrílúú..
Skrifa ummæli