Laugardagstónleikarnir sem ég upplifði einkenndust af konum. Fyrst má nefna Berglindi í Skakkamanage, og síðan stórhljómsveitirnar, alla leið frá útlöndum, ESG og Sleater-Kinney. Hressandi að sjá kvennabönd, tvö í röð. Þegar kvennabönd stíga á svið er nokkuð augljóst að þær eru undir meiri pressu frá áhorfendum, þ.e.a.s. þær þurfa að sanna sig betur fyrir áhorfendum heldur en karlabönd. Oftar en ekki er litið á kvennabönd fyrst sem konur og síðan tónlistarkonur.
ESG stóðu fyrir magnaðri tjútt-stemningu, enda mikil orka í gangi og nærri ómögulegt að vera kjurr undir þessum kringumstæðum. Þær voru ófeimnar við að taka gamla slagara og lýðurinn trylltist...
Sleater-Kinney voru með öðruvísi orku, 2 gítarar og trommur. Ekki beint minn punkrokk- tebolli, en gaman að upplifa.
þriðjudagur, 6. júní 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
ja hérna hér, hljómar vel en tímarammi minn er ansi knappur þann daginn, þar sem ég verð við vinnu í húsinu, og þangað ertu alltaf velkomin í ríkis-kaffi. Verðum í bandi
Skrifa ummæli