Spennan eltir mig á röndum þessa dagana...
í sundi í morgun fékk einn eldriborgarinn aðsvif svo hringja þurfti á sjúkrabíl.
Eftir mikið skraf um það í heitapottinum komu upp önnur umræðuefni eins og leikfimi. Þá komst ég að því hvernig eldri konur (þroskaðar konur) tala um vinkonur sínar í tilefni þess að vinkonan var að sýna leikfimi með leikfimihópnum sínum, það var eitthvað á þessa leið:
1: hún bara að sýna þessa skemmtilegu leikfimi og með sinn stóra rass...
2: Já, hann er nú heldur ólekker...
Hingað til hefur andlit laugardagsbófans alltaf skotist upp í huga mér á kvöldin þegar ég er að fara að sofa. Heldur óþægilegt, tilgangslaust og ég skil bara ekki af hverju. Þarf að vinna í því að láta þetta andlit hverfa úr huga mér, ég vil ekki hafa það. Síðan þarf ég líka að safna öryggi upp á nýtt. Líður soldið eins og í blöndu af tölvuleik og sækóþriller...
Vona að þessi dagur verði mér og ykkur góður, enda spáð sól og einni skúr síðdegis skv. heitapottinum. (er skúr kvk.?)
miðvikudagur, 6. september 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
vó þú bara slærð út taggart og derrick mar!!! æsispennandi!! settu andlitið á húsbrjótnum undir blátt lak í huganum þá ætti hann að hverfa held ég...og skúr mundi ég segja að væri karlkyns...hmm...bið að heilsa í borgina mín kæra...
Skrifa ummæli