föstudagur, 13. október 2006

back to sbasics

í einfeldni minni hélt ég að Christina Aquileira væri eitthvað að hverfa til einfaldleikans og gömlu dívanna með því að skýra diskinn sinn back to basics. Svo er ekki.
Gerði mér dagamun og fór í Skífuna (af öllum plötubúðunum, fer mjög mjög sjaldan þangað) til að fá að hlusta á Christinu. Maður fer bara ekki í 12 tóna eða smekkleysu og biður um Christinu... veit ekki einu sinni hvort tónlist hennar fái að koma þangað inn... ef ég væri búðareigandi, jú, þá náttúrulega gæti ég ekki verið með allar plötur heimsins.

En hvað um það, á meðan ég sat á barstólnum, með heyrnartólin að hlusta á Christinu þá kom inn maður sem spilaði tölvuleiki bara rétt svona á meðan ég var þarna... hlakka bara til að fara að æfa mig í tölvuleikjum í SKífunni.

Góða helgi fallega fólk.

4 ummæli:

Hrefna sagði...

Hmmm hvaða voða Christinu áhugi er þetta. Ertu að gera mannfræðirannsókn...eina sem mér dettur í hug.

AnnaKatrin sagði...

nei ég er ekki að skoða hana sérstaklega, las bara eitthvað viðtal við hana um daginn og þar kom það út sem hún væri eitthvað að hverfa afturábak í tímann með tónlist sína. Eftir það hef ég alltaf ætlað að tékka á henni og nú var það gert.

Síðan skrollaði ég niður síðuna mína nýlega og sá að ég hafði talað um hana og ákvað því að hafa samfellu í skrifum mínum á þessari síðu, svona til tilbreytingar og fjallaði því sérstaklega um þessa skífuferð.

Héðan í frá verður ekki fjallað aftur um C.A. nema vegna óviðráðanlegra orsaka...

armida sagði...

ég varð svo glöð ða sjá ða einhver sé að tala um cristinu mína -- loksins loksins.Ekki hætta ég bið þig hehehe - en jei hlakka til að sjá þig um helgina sæta mín-

Nafnlaus sagði...

Þú ert svo krúttleg AK, sé þig alveg fyrir mér í Skífunni :)