miðvikudagur, 18. október 2006

otto

ekki nashyrningurinn, heldur von shirach hljómar í þessum töluðu og allar líkur eru á því að ég eigi eftir að fá að njóta þessara tóna á komandi tónleikum. Já, ég er orðin spennt. Viðurkenni það fúslega. Þessi tónlistarhátíð á þó eftir að vera ólík þeim sem ég hef áður sótt þar sem ég mun njóta hennar í nafni vísindanna. Já og jamm og sei sei ég verð við rannsóknarstörf þannig að ég mun líklega vera í hófi. Koddí hófið í kvöld. Reif í hófinn. Hófí, þú ert svo sæt.

Aðstandendur hátíðarinnar voru svo elskulegir að útvega mér miða (aftur, í nafni vísindanna) sem ég kann ótrúlega vel að meta og færi þeim þakkir í formi hugskeyta (í hófi þó). Tveir svigar á örskömmum tíma. Ég á samt ekki eftir að vera við rannsóknir alla hátíðina heldur bara smá á hverjum degi og ég er að fara að byrja í kvöld. Þannig að þó þú hittir mig, þá getum við alveg talað saman... ég verð semsagt ekki í hvíta sloppnum með gleraugun og gúmmí-hanskana.

hvað meira, jú. Hér heima er von á gestum sem allir taka þátt í hátíðinni. M.a. frá Spáni, Bretlandi, Garði og Þýskalandi. Held að aldrei hafi svona margir sofið hérna og þess vegna þarf ég að fara að redda bedda. Myndi alveg elda kjötsúpu fyrir liðið ef ég ætti kind og byssu. Hvað er málið með það að auglýsa dag kjötsúpunnar? Ég vil frekar sjá Tófúdaginn. Hljómar einhvern veginn betur. Kannski baka ég bara frekar langbestu skúffukökuna í heimi.

Massen. Sól og læti úti. Er að fara í skólann. Fyrir mér var fyrsti vetrardagurinn í gær. Heilum fjórum dögum á undan áætlun. Ást og friður.

2 ummæli:

Hrefna sagði...

Vá hvað þetta var fyndin færsla hjá þér AK, ég myndi mest vilja fá skúffkökuna ef ég væri hjá þér. Held ég hafi smakkað hana hjá þér og hún er æði.
Gangi þér vel við rannsóknirnar

Nafnlaus sagði...

ahhh.... B&B hefðu viljað fylgja þér og hinum í tónlistarupplifunum nú um helgina, vonandi voru engar vondar raðir núna

Björt