sunnudagur, 8. október 2006

IMG_3001

IMG_3041

IMG_3055

IMG_3035

Hér að ofan má sjá ýmislegt eins og rómantískan blómvönd, fallegan svepp og tunglið sem skein svo fallega á Þingvöllum þar sem ég fór í stafaþrautina sem var hluti af æsispennandi ratleik í náttúrunni sem er náttúrulega bara snilldarhugmynd fyrir þá sem þurfa að hafa eitthvað að gera í náttúrunni. Gekk aftur í barndóm þegar ég fékk að sofa heima hjá vinum mínum í Kópavogi sem elduðu afar gómsæta smjörsteikta bleikju en trikkið er víst að hella smá ólífuolíu út í smjörið svo það brenni ekki allt við.

Lemming er góð mynd og danska myndin Sápa er það líka. Kannski nánar um það seinna, en nú verð ég að fara út að kaupa mjólk. kveð að sinni kát í hjarta.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Krútt