mánudagur, 18. desember 2006
á morgun held ég af stað til kanadísku fjölskyldunnar til að fagna saman rísandi sól. Það verður án efa spennandi skemmtun enda mun fjölskyldan koma víða að til þess að dvelja út í sveit hjá tálausa pabbanum og mömmunni með arnarnefið. Eitt er víst, það verður brenna niðri við vatn á gamlárskvöld. Markmið mitt er að sjá dádýr úti í skógi. Annars óska ég þess að friður og gleði ylji þér um hátíðarnar. Góða skemmtun.
þriðjudagur, 12. desember 2006
lesiles
Ólíkt fólk og ólíkar sögur, María Magdalena og Eminem.
María Magdalena er eftir Marianne Fredriksson. Þetta er skáldsaga þar sem segir frá Maríu Magdalenu og hennar lífi. En í bókinni minnist hún tímans sem hún átti með vini sínum og elskhuga, Jesú frá Nasaret. Og bókin er byggð á sögulegum staðreyndum sem gefa ómótstæðilega innsýn í þennan tíma þegar allt blómstraði við Miðjarðarhafið. Mjög skemmtileg bók sem vekur upp margar spurningar um kristna trú nútímans.
Eminem-
bókin kom út nú fyrir þessi jól, skrifuð af Rolling Stone blaðamanni. Þýdd á íslensku og mjög illa prófarkarlesin. Það fer í taugarnar á mér. En síðan gæti náttúrulega verið að það væri vísvitandi gert, til að reyna að sverja sig í ætt við lifandi tungumál hipp hoppsins. Ef það á að vera þannig (sem mig grunar að sé ekki), þá finnst mér það hafa tekist illa upp. Hálfa bókina las ég orð fyrir orð. Um miðbik hennar var ég orðin soldið þreytt á fan-staðli skrifanna, ég er einfaldlega ekki svo mikill aðdáandi þó mér þyki tónlistin góð. Mestan áhuga hafði ég á sögulegu umhverfi Eminems sem höfundur gefur mjög góða innsýn í. Mæli ekki með þessari bók nema fyrir allra hörðustu m&m aðdáendur.
Heimilið er ekki áskrifandi af mörgum tímaritum, en eitt þeirra er the Economist. Það finnst mér yfirleitt góður pappír. Mjög handhægur. Í nýjasta tölublaðinu er fjallað um lífræna ræktun og sanngjörn viðskipti (Fair Trade). Þar er því velt upp að þetta er kannski ekki svo gott sem sýnist... Mjög spennandi grein á þeim tímum þegar viðskiptavinir eru í æ ríkari mæli farnir að nota peningana sína í lífrænt ræktaðar og fair-trade vörur. Greinarhöfundur telur að þeir sem eru ný-hippar og telja sig meðvitaða eigi frekar að eyða orkunni sinni í pólitíkina sjálfa með því að kjósa t.d., því lífræn ræktun og sanngjörn viðskipti eru ekki endilega eins góð þegar litið er til stærra samhengis.
dæmi úr greininni:
Lífræn ræktun er t.d. ekki eins umhverfisvæn og margir halda, þó enginn tilbúinn áburður eða skordýraeitur komi þar við sögu. Lífræn ræktun krefst mun meira og stærra landssvæðis heldur en ,,venjuleg ræktun" þarfnast. Landsvæði sem gæti verið skóglendur, regnskógarlendur og þ.a.l. betri fyrir loftslagið.
Sanngjörn viðskipti fara í litlum mæli til bóndans. Mestur peningurinn af vörunni fer til seljandans. Meira og meira er keypt af Fair Trade vörunni og bóndinn framleiðir meira og meira af henni, þá kostar hún enn minna fyrir Matvörubúðina og bóndinn fær enn minna.
Greinin fjallar skilmerkilega um þetta en ég vildi bara benda þér á þetta, því við erum svo meðvituð... eller hvad? En auðvitað er eðlilegt að ýmis konar pælingar eigi sér stað á breyttum lífsháttum, neyslumynstri o.s.frv. Sumir vilja líka segja að lífræna leiðin sé önnur leið til að viðhalda stéttaskiptingunni, því það er ekki sjéns að meginþorri fólks geti verslað lífrænt. Ég fór meira að segja að pæla í því að ég hef þóst merkja bragðmun á lífrænu og ólífrænu grænmeti og ávöxtum, hvort það sé bara tilbúningur markaðsins, hrein ímyndun og heilaþvottur?
Þá er komið að því að fara að hlusta á surround tónlist nútímans hér uppi á lofti. Ást og friður.
María Magdalena er eftir Marianne Fredriksson. Þetta er skáldsaga þar sem segir frá Maríu Magdalenu og hennar lífi. En í bókinni minnist hún tímans sem hún átti með vini sínum og elskhuga, Jesú frá Nasaret. Og bókin er byggð á sögulegum staðreyndum sem gefa ómótstæðilega innsýn í þennan tíma þegar allt blómstraði við Miðjarðarhafið. Mjög skemmtileg bók sem vekur upp margar spurningar um kristna trú nútímans.
Eminem-
bókin kom út nú fyrir þessi jól, skrifuð af Rolling Stone blaðamanni. Þýdd á íslensku og mjög illa prófarkarlesin. Það fer í taugarnar á mér. En síðan gæti náttúrulega verið að það væri vísvitandi gert, til að reyna að sverja sig í ætt við lifandi tungumál hipp hoppsins. Ef það á að vera þannig (sem mig grunar að sé ekki), þá finnst mér það hafa tekist illa upp. Hálfa bókina las ég orð fyrir orð. Um miðbik hennar var ég orðin soldið þreytt á fan-staðli skrifanna, ég er einfaldlega ekki svo mikill aðdáandi þó mér þyki tónlistin góð. Mestan áhuga hafði ég á sögulegu umhverfi Eminems sem höfundur gefur mjög góða innsýn í. Mæli ekki með þessari bók nema fyrir allra hörðustu m&m aðdáendur.
Heimilið er ekki áskrifandi af mörgum tímaritum, en eitt þeirra er the Economist. Það finnst mér yfirleitt góður pappír. Mjög handhægur. Í nýjasta tölublaðinu er fjallað um lífræna ræktun og sanngjörn viðskipti (Fair Trade). Þar er því velt upp að þetta er kannski ekki svo gott sem sýnist... Mjög spennandi grein á þeim tímum þegar viðskiptavinir eru í æ ríkari mæli farnir að nota peningana sína í lífrænt ræktaðar og fair-trade vörur. Greinarhöfundur telur að þeir sem eru ný-hippar og telja sig meðvitaða eigi frekar að eyða orkunni sinni í pólitíkina sjálfa með því að kjósa t.d., því lífræn ræktun og sanngjörn viðskipti eru ekki endilega eins góð þegar litið er til stærra samhengis.
dæmi úr greininni:
Lífræn ræktun er t.d. ekki eins umhverfisvæn og margir halda, þó enginn tilbúinn áburður eða skordýraeitur komi þar við sögu. Lífræn ræktun krefst mun meira og stærra landssvæðis heldur en ,,venjuleg ræktun" þarfnast. Landsvæði sem gæti verið skóglendur, regnskógarlendur og þ.a.l. betri fyrir loftslagið.
Sanngjörn viðskipti fara í litlum mæli til bóndans. Mestur peningurinn af vörunni fer til seljandans. Meira og meira er keypt af Fair Trade vörunni og bóndinn framleiðir meira og meira af henni, þá kostar hún enn minna fyrir Matvörubúðina og bóndinn fær enn minna.
Greinin fjallar skilmerkilega um þetta en ég vildi bara benda þér á þetta, því við erum svo meðvituð... eller hvad? En auðvitað er eðlilegt að ýmis konar pælingar eigi sér stað á breyttum lífsháttum, neyslumynstri o.s.frv. Sumir vilja líka segja að lífræna leiðin sé önnur leið til að viðhalda stéttaskiptingunni, því það er ekki sjéns að meginþorri fólks geti verslað lífrænt. Ég fór meira að segja að pæla í því að ég hef þóst merkja bragðmun á lífrænu og ólífrænu grænmeti og ávöxtum, hvort það sé bara tilbúningur markaðsins, hrein ímyndun og heilaþvottur?
Þá er komið að því að fara að hlusta á surround tónlist nútímans hér uppi á lofti. Ást og friður.
laugardagur, 9. desember 2006
strange cowboy
Á þessu heimili er það ráð brúkað að kveikja á eldspýtu til þess að eyða ilmi k-vítamín-ríks gass sem líkaminn skilur við sig. Þess vegna gat ég vel sett mig í spor konunnar sem kveikti á eldspýtu í flugvél í BNA til þess að eyða prumpufýlunni sinni, en ekki vildi ég vera valdur nauðlendingar og vera rekin út úr flugvélinni eins og hún.
Góða helgi.
Góða helgi.
miðvikudagur, 6. desember 2006
Island Life
í gærkveldi var ég stödd á barnum í afmælisboði og var að segja sessunaut mínum frá því að ég hefði grafið upp Grace Jones plötuna Island Life hjá bróður mínum sl. sunnudagskvöld. Og viti menn, þá byrjar Libertango að hljóma í hátölurunum. Það lag tengi ég ákveðnu tímabili í lífi mínu sem er mér kært og þessi tilviljun var mér líka kær.
Allt gengur. Mér finnst ég samt vera svo þreytt þessa dagana. Ég gæti sofið endalaust. Hvort þetta sé fulla tunglið sem var í gær eða dimman, það veit ég ekki.
Allt gengur. Mér finnst ég samt vera svo þreytt þessa dagana. Ég gæti sofið endalaust. Hvort þetta sé fulla tunglið sem var í gær eða dimman, það veit ég ekki.
laugardagur, 2. desember 2006
ljosin i bænum
á föstudögum er opið til sjö a borgarbókasafninu. Í tilefni þess rölti ég niðreftir, kíkti á jólaútstillingar í gluggum Blómálfsins og Kirsuberjatrésins og tók mér bækur, geisladiska og dvd myndir. Það er nú kannski ekki í frásögur færandi, nema hvað, fólkið sem veitti mér þessa andagift tengir sjónvarpið sitt ekki í desembermánuði. Held þau hafi samt vídeó tæki og dvd tengt. Ég get ímyndað mér að synir þeirra 2 og þau sjálf eyði ekki óþarfa orku í það að undirmeðvitundin meðtaki áreiti auglýsinganna og þess kauphlaups sem gnæfir yfir borginni í þessum mánuði. Svo ekki sé minnst á auglýsingabæklinganna sem berast inn um lúguna.
Maðurinn er oft talinn hópsál. Að honum finnist gott að tilheyra. Mér finnst það líka. En mér finnst betra að tilheyra því að geta notið myrkursins og ljósanna án þess að þurfa að spreða sand af peningum. Sem ég á svosem ekki, en bankinn minn lætur það nú ekki hindra sig í að bjóða mér fullt af dýrum peningum í formi t.d. kreditkorta og yfirdrátts.
Auðvitað eyði ég líka pening í desember, jafnvel meiri heldur en hina mánuðina. Mér finnst gott að hafa gómsætan mat og drykk á borðum, jafnvel betra kaffi en vanalega. En ég tengi það aðallega góðum dýrmætum samverustundum með fólkinu sem mér þykir vænt um og skiptir mig máli. Að nostra svona við sig í desember tengi ég líka þeim þyngslum sem myrkrið ber óneitanlega með sér. Þessi smáatriði gleðja mig.
Mér finnst líka gaman að gleðja aðra á jólunum, þá með einhverju sem ég ræð við að gefa bæði fjárhagslega og andlega, þ.e. að einhver hugsun liggi að bakvið gjöfinni, samverustundinni eða jólakortinu. Ég kæri mig samt síður um að gjöfum mínum sé stjórnað af kaupmætti landans, jólaversluninni hjá stórfyrirtækjum og sálfræðilegum markaðshernaðinum.
Desemberinn minn verður tileinkaður lestri skáldsagna og jafnvel ævisagna. Eminem ævisagan fékk að fljóta með af bókasafninu í gær. Lærdómurinn gengur eðlilega fyrir framyfir næstu helgi. En hvenær er notalegra að kósast með bók en þegar úti er dimmt og kalt? Róleg í klisjurnar. Ljósin eru komin upp. Góðar stundir.
Maðurinn er oft talinn hópsál. Að honum finnist gott að tilheyra. Mér finnst það líka. En mér finnst betra að tilheyra því að geta notið myrkursins og ljósanna án þess að þurfa að spreða sand af peningum. Sem ég á svosem ekki, en bankinn minn lætur það nú ekki hindra sig í að bjóða mér fullt af dýrum peningum í formi t.d. kreditkorta og yfirdrátts.
Auðvitað eyði ég líka pening í desember, jafnvel meiri heldur en hina mánuðina. Mér finnst gott að hafa gómsætan mat og drykk á borðum, jafnvel betra kaffi en vanalega. En ég tengi það aðallega góðum dýrmætum samverustundum með fólkinu sem mér þykir vænt um og skiptir mig máli. Að nostra svona við sig í desember tengi ég líka þeim þyngslum sem myrkrið ber óneitanlega með sér. Þessi smáatriði gleðja mig.
Mér finnst líka gaman að gleðja aðra á jólunum, þá með einhverju sem ég ræð við að gefa bæði fjárhagslega og andlega, þ.e. að einhver hugsun liggi að bakvið gjöfinni, samverustundinni eða jólakortinu. Ég kæri mig samt síður um að gjöfum mínum sé stjórnað af kaupmætti landans, jólaversluninni hjá stórfyrirtækjum og sálfræðilegum markaðshernaðinum.
Desemberinn minn verður tileinkaður lestri skáldsagna og jafnvel ævisagna. Eminem ævisagan fékk að fljóta með af bókasafninu í gær. Lærdómurinn gengur eðlilega fyrir framyfir næstu helgi. En hvenær er notalegra að kósast með bók en þegar úti er dimmt og kalt? Róleg í klisjurnar. Ljósin eru komin upp. Góðar stundir.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)