miðvikudagur, 6. desember 2006

Island Life

í gærkveldi var ég stödd á barnum í afmælisboði og var að segja sessunaut mínum frá því að ég hefði grafið upp Grace Jones plötuna Island Life hjá bróður mínum sl. sunnudagskvöld. Og viti menn, þá byrjar Libertango að hljóma í hátölurunum. Það lag tengi ég ákveðnu tímabili í lífi mínu sem er mér kært og þessi tilviljun var mér líka kær.

Allt gengur. Mér finnst ég samt vera svo þreytt þessa dagana. Ég gæti sofið endalaust. Hvort þetta sé fulla tunglið sem var í gær eða dimman, það veit ég ekki.

1 ummæli:

baba sagði...

eg er a thvi ad thetta se dimmunni ad kenna...indverskur jogakennari sagdi eitt sinn vid mig ad likaminn aetti ad fylgja natturunni....radlagdi okkur ad farad sofa thegar solin sest og vakna thegar hun kemur upp...thad thydir ad a thessum tima ars aetti islendingum ad vera fullkomlega leyfilegt ad sofa til ellefu og fara i hattinn aftur um eftirmiddaginn...rokid og rigningin her i lancaster bae lata mig langa ad horfa ut um glugga...spurning um ad skella mer i lestar eda rutuferd i dag...bid ad heilsa...