þriðjudagur, 12. desember 2006

lesiles

Ólíkt fólk og ólíkar sögur, María Magdalena og Eminem.

María Magdalena er eftir Marianne Fredriksson. Þetta er skáldsaga þar sem segir frá Maríu Magdalenu og hennar lífi. En í bókinni minnist hún tímans sem hún átti með vini sínum og elskhuga, Jesú frá Nasaret. Og bókin er byggð á sögulegum staðreyndum sem gefa ómótstæðilega innsýn í þennan tíma þegar allt blómstraði við Miðjarðarhafið. Mjög skemmtileg bók sem vekur upp margar spurningar um kristna trú nútímans.

Eminem-
bókin kom út nú fyrir þessi jól, skrifuð af Rolling Stone blaðamanni. Þýdd á íslensku og mjög illa prófarkarlesin. Það fer í taugarnar á mér. En síðan gæti náttúrulega verið að það væri vísvitandi gert, til að reyna að sverja sig í ætt við lifandi tungumál hipp hoppsins. Ef það á að vera þannig (sem mig grunar að sé ekki), þá finnst mér það hafa tekist illa upp. Hálfa bókina las ég orð fyrir orð. Um miðbik hennar var ég orðin soldið þreytt á fan-staðli skrifanna, ég er einfaldlega ekki svo mikill aðdáandi þó mér þyki tónlistin góð. Mestan áhuga hafði ég á sögulegu umhverfi Eminems sem höfundur gefur mjög góða innsýn í. Mæli ekki með þessari bók nema fyrir allra hörðustu m&m aðdáendur.

Heimilið er ekki áskrifandi af mörgum tímaritum, en eitt þeirra er the Economist. Það finnst mér yfirleitt góður pappír. Mjög handhægur. Í nýjasta tölublaðinu er fjallað um lífræna ræktun og sanngjörn viðskipti (Fair Trade). Þar er því velt upp að þetta er kannski ekki svo gott sem sýnist... Mjög spennandi grein á þeim tímum þegar viðskiptavinir eru í æ ríkari mæli farnir að nota peningana sína í lífrænt ræktaðar og fair-trade vörur. Greinarhöfundur telur að þeir sem eru ný-hippar og telja sig meðvitaða eigi frekar að eyða orkunni sinni í pólitíkina sjálfa með því að kjósa t.d., því lífræn ræktun og sanngjörn viðskipti eru ekki endilega eins góð þegar litið er til stærra samhengis.

dæmi úr greininni:
Lífræn ræktun er t.d. ekki eins umhverfisvæn og margir halda, þó enginn tilbúinn áburður eða skordýraeitur komi þar við sögu. Lífræn ræktun krefst mun meira og stærra landssvæðis heldur en ,,venjuleg ræktun" þarfnast. Landsvæði sem gæti verið skóglendur, regnskógarlendur og þ.a.l. betri fyrir loftslagið.

Sanngjörn viðskipti fara í litlum mæli til bóndans. Mestur peningurinn af vörunni fer til seljandans. Meira og meira er keypt af Fair Trade vörunni og bóndinn framleiðir meira og meira af henni, þá kostar hún enn minna fyrir Matvörubúðina og bóndinn fær enn minna.

Greinin fjallar skilmerkilega um þetta en ég vildi bara benda þér á þetta, því við erum svo meðvituð... eller hvad? En auðvitað er eðlilegt að ýmis konar pælingar eigi sér stað á breyttum lífsháttum, neyslumynstri o.s.frv. Sumir vilja líka segja að lífræna leiðin sé önnur leið til að viðhalda stéttaskiptingunni, því það er ekki sjéns að meginþorri fólks geti verslað lífrænt. Ég fór meira að segja að pæla í því að ég hef þóst merkja bragðmun á lífrænu og ólífrænu grænmeti og ávöxtum, hvort það sé bara tilbúningur markaðsins, hrein ímyndun og heilaþvottur?

Þá er komið að því að fara að hlusta á surround tónlist nútímans hér uppi á lofti. Ást og friður.

2 ummæli:

baba sagði...

hljomar spennandi....maría magdalena var kúl gella...ég fíla jesú..og emminemm...múhahaha...ég þarf líklega að skreppa í bæjarferð seinnipartinn í dag..verðuru heima í kaffibolla?

Nafnlaus sagði...

Sammála því að við þurfum að kjósa ríkistjórn og fólk sem er svona þenkjandi...kjósa pólitíkina og breyta þannig...með bragðið, þá myndi ég segja að bragðmunur væri á a.m.kl bönunum sem eru lífrænt ræktaðir en hvað veit ég?'...væri til í að lesa bókina um Maríu Magdalenu, væri líka til í að hitta þig ne ég held að þú sért farin til útlanda eða hvað??