sunnudagur, 28. janúar 2007

get your funk out

raftónleikar myrkra músíkdaga í Salnum á föstudaginn var.
Já já já. raf haf.
Umgjörð tónleikanna, staður og tónleikaröð, ásamt þeim sem léku verk sín er allt hluti af senu hér á landi sem gæti kannski flokkast sem hámenning. Þ.e.a.s. að tónlistarfólkið sé menntað og búið að vinna sér inn ákveðna virðingu innan ákveðins hóps tónlistarfólks (ekki stór sökum fólksfæðar á landinu) sem allt hefur t.d. menntað sig á svipuðum stöðum, er á sama aldri, í sömu stétt o.s.frv. Sumir myndu kannski nota orðið tónlistarelíta fyrir hópinn og forvitnilegt verður að skoða endurnýjun þessa hóps sem er kannski í startholunum með nýrri kynslóð rafskálda. Ætli sú kynslóð sem nú er að vaxa upp komi til með að þróast í elítur... hámenningu og lágmenningu eða er það strax byrjað? Skiptir menntun tónlistarfólks öllu máli? Færðu meiri styrki til þess að rembast við að lifa af tónlistarsköpun þinni ef þú ert búin að mennta þig hér og þar?

Flest verk tónleikanna voru samin árið 2006 af hvítum millistéttar karlmönnum yfir þrítugt. Öll verkin hljómuðu eins og eitthvað annað sem ég hef heyrt, kannski á tónleikum á reykmettuðum börum á sunnudagskvöldi. Það var spes að horfa á þá stíga eina upp á svið, kveikja á tölvunni og fikta í henni. Sumir voru með skalla. Aðrir með ístru. Uppáhalds var The inner voice eftir Marius Baranauskas. Það eins og fleiri verk voru leikin af geisladiski og höfundar ekki viðstaddir (þá erlend tónskáld). Eitt verkið var fyrir bassaklarinett og tölvu. Þá spilaði bassaklarinettuleikari með tölvunni sem tónskáldið stjórnaði, ábyggilega í einhverju hardcore forriti sem skáldið bjó sjálft til. Áhorfendur voru kannski 10 - 15. FUnkyStuð.

Annars er bara sunnudagssíðdegi og borðið er í málun. Ákvað að nota vatnsþynnanlegt lakk. Saumavélin (sem var keypt fyrir tilstilli kærastans á markaði í Köben og tekin með í flugvélina, þung, græn að lit) er í láni og því get ég ekki saumað dúk. Kann heldur ekki að sauma í hring. Bara fram og til baka.

2 ummæli:

Linda sagði...

Sæl kona. Vildi bara kasta á þig kveðju og segja halló = "halló". Það virðist sem lífið leiki við þig, það er gott. Knús og kær kveðja til þín frá Slóveníu.

AnnaKatrin sagði...

takk fyrir mín kæra Linda.
Hitastig hjartarótanna hefur pottþétt hækkað.