miðvikudagur, 7. febrúar 2007

mið

Mér likar vel norðanáttin. Nóg af sól. Nóg af kulda.
Í síðastliðinni hitabylgju fannst mér notalegt að sofa við opinn gluggann. Það á ekki við lengur. Nú er kalt. Um þessar mundir les ég einmitt An Inconvenient Truth bók Al Gore. Nett sjokk í gangi hjá mér. Ég vil bjarga jörðinni, en þú?

p.s. heyrði í góðum útvarpsþætti á Rúv um daginn vísað til minnar kynslóðar fólks sem lætur sig náttúruvernd varða, en orðið sem notað var, var NÁTTÚRUHAUS.

1 ummæli:

baba sagði...

hahaaa...ég er náttúruhaus! þetta stefnir allt áfram sko...bráðum verða allir náttúruhaus..ekki náttúrulaus..