Í dag greip ég eina hvítvín og fór að kassanum.
Afgreiðslumaðurinn virtist hinn viðkunnalegasti og eftir venjulegt góðan dag í báðar áttir spurði hann:
á bara að skemmta sér um helgina?
ég: já, hafa það huggó
átvr: þá gera það 1390 krónur.
ég: afhendi honum debit kortið
átvr: (skoðar kortið) já ertu sporðdreki?
ég: hmm, já
átvr: ég hef verið með 3 stelpum sem hafa verið sporðdrekar og það bara gekk ekki
ég: mhm
átvr: já ég þekki sko sporðdreka, en þær voru bara soldið klikkaðar
ég: einmitt....
Held ég ætli ekkert að taka upp á því að tileinka mér þessa klikkun sporðdrekakvennanna ríkisstarfsmannsins.
Góða helgi.
föstudagur, 9. febrúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
hahaha fyndið!
Ýmir Jaki er sporðdreki líka og mjög klikkaður...
heyrðu, þar er þriðja og SIÐASTI Sound of Rum festival í mai! Þið verðið að fara!! check linkið: http://www.soundofrum.org.uk
Við förum sennulega 8. Mai, gaman gaman, kannski leiga bíl saman ef þið farið?
hahahahaha
Ef mér finndist fólk í ákveðnu stjörnumerki klikkaðara en annað fólk myndi ég líklega halda því út af fyrir mig. Sérstaklega ef ég væri Ríkisstarfsmaður. Fyndið.
Skrifa ummæli