Ég byrjaði á því að fara í heimsókn til Heimis vinar míns upp í ris. Í þann mund að mig bar að garði voru einmitt 3 vinir hans að fara frá honum. Heimir braut saman þvottinn, sýndi mér baðið sem hann var búinn að koma vel fyrir inni á baðherbergi (undir risinu). Nýr leigjandi (kvk) var byrjaður að leigja með honum auk þess sem hann leyfði mér að finna lyktina af hreinni jojoba-olíu úr stórri glerkrús uppi í hillu. Ég furðaði mig á því að hún var nánast lyktarlaus.
Eftir að ég fór frá honum fór ég á tónleika í stóru húsi niðri á höfn. Þar inni var margt um manninn. Fyrsta manneskjan sem ég kannaðist við var ein af bloggdrottningum landsins. Hún kallaði á mig og ég settist hjá henni. En við vorum á bar-svæðinu en tónleikarnir voru lokaðir af í öðru rými. Við borðið hjá henni sátu 2 menn, óskyldir. Einn var í síðum leðurfrakka og gerði góðlátlegt grín að drottningunni, alveg eins og ég hafði gert í huganum. Ég stoppaði stutt hjá þeim og hélt inn á tónleikana.
Eftir það fór ég í sund. Þetta var innisundlaug. Um leið og ég var komin ofan í vissi ég að ég hefði synt þarna áður af botninum að dæma. Ég vissi hvernig landið (sundlaugin) lá. Þessi sundlaug var með tæru vatni en gluggar hússins sem hún var hluti af voru fokheldir og með glæru plasti í í stað glers. Þarna synti ég í mestu makindum og þegar ég var að koma út í dýpsta hlutann hitti ég Arnar frænda minn í lauginni. Við syntum aðeins saman. Það var bara gaman.
já, það var semsagt mikið að gera hjá mér í nótt, nú er ég búin að fara í sturtu og vekja mig almennilega. Dagurinn bíður með spennandi verkefni. Vona að þú njótir dagsins.
fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
busy kona á næturflakki...ég held að mig hafi bara dreymt tim ingold í nótt...haha..var að byrja að lesa í gærkveldi...mmmmdaaaa....þvílík snilld...komst líka að því að ég missti af fyrirlestrinum "einhver bjáni gæti gert doktorsritgerð um þetta"...en var busy kona á fundi hvort sem er...vona að þú hafir farið og getir sagt mér allt...farið að langa í kaffisopa..
já, kaffisopinn væri mjög vel þeginn.
Vissi að þú værir bissí, en get væntanlega sagt þér aðeins frá bjána doktorsdæminu. Hún vann einmitt þessa rannsókn með Tim INgold.
Hlakka sko til að sjá þig.
Skrifa ummæli