á leiðinni út í sólina eftir góðan vinnudag. Held allaveganna að það sé sól úti... Sé bara himininn sem er einmitt blár í dag. Hann er sko ekkert alltaf blár. Sá ekki eldorgelið á Austurvelli í gær, en ætla að þiggja tónleikaboð Hlaupanótunnar (sem er náttúrulega uppáhalds útvarpsþátturinn minn) í kvöld. Er í smá bobba hérna, verandi prinsípp manneskja. Vetrarhátíð í gangi sem ég ætla að taka þátt í, á strigaskóm. Líður ekkert of vel með það að þurfa að vera svona á skjön.... he he he. En finnst bara ótækt að vera í öðrum skóm heldur en strigaskóm um þessar mundir þegar sólin skín.
Hamingjuóskir til vinahjóna minna sem eignuðust sitt fyrsta barn í morgun.
Og kveðja til Kötu sem ég vil hitta brátt með glundur í glasi.
Góða helgi góðir hálsar.
föstudagur, 23. febrúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli