mánudagur, 2. apríl 2007

bara verið að blogga

mánudagur í boði FL (group)
þar sem rímurnar drjúpa af vörum og taktarnir trylla Frá heimsenda. Forgotten lores.
Lestur dagblaðanna lætur mig hlægja og ég veit ekki hvað skal segja. Ég vil breytingar takk. Og er ekkert ein um það. Koma svo. Fíla úrslitin í Hafnarfirði. Fíla að það sé vísir að íbúalýðræði. Fannst mikið koma til mótmæla skólabarna í Hafnarfirði þar sem þau vísuðu í sjálf sig sem framtíðina og spurðu af hverju þau væru ekki spurð?

Gabbaði 1.apríl gagn í gegnum gsm-síma og netið. Það veitti ekki sömu líkamlegu gleði og á sér stað þegar maður verður áþreifanlegt vitni af gabbinu. Er semsagt ekki búin að fá mér sæta gælu-rottu.

Páskið í nánd. Pálmi í gær. Allt gult. Vona að sólin fari að vakna aðeins betur.
Það er álfakokkur í eldhúsinu sem kallar upp úúú og fær móðu á gleraugun og æfir brúðarmars Wagners í huganum.

Engin ummæli: