föstudagur, 13. apríl 2007

sol i rigningu og sma snjo
sökum anna hefur ekki verið mikið líf hjá mér í netheimum nema þá helst til að uppfyllast andagift frá öðrum. Upplifun páskafrísins var nokkurn veginn í þessari röð sem voru jafnframt hápunktarnir: sveit, skrif, tónleikar og auðvitað páskaegg. Ljúf er lítil gjöf var málshátturinn minn sem ég kannast ekki við. Kannski er þetta einn af nýju málsháttunum. Leifar eggjanna má enn finna inni í ísskáp eftir að páskaeggið sem Lofthótel fékk fyrir gistinguna bráðnaði í sólinni á eldhúsborðinu. En örvæntu ekki því það var borðað þrátt fyrir að vera bráðnað og ég er ekki frá því að það bragðaðist betur nema nammið var soldið klesst.

Og ég skrifa eins og vindurinn. Eða mér finnst það allaveganna og ekki væsir um mann í vindinum í dag.
Á döfinni er að skrifa meira og hugsa meira. Hugsaði t.d. í dag um birtingu fjölmiðla á stjórnmálakonum í fyrirlestri hjá Karen Ross sem fjallaði á mjög skemmtilegan hátt um efnið. Þessa dagana leitar hugurinn þó upp á loft þar sem mig langar að mála veggi loftsins og endurskipuleggja. Þegar ég fæ þannig flugur í hausinn vil ég framkvæma strax. Það má samt ekki núna. Kannski verður birt saga um þann gjörning á þessari síðu í sumar.

Læt fylgja með 2 myndir, önnur er af glæfralegu dekki sem grófst í nýlagðar túnþökur við Laugardalshöll. Hin er af Brown Booby. Góðar stundir.

1 ummæli:

Agusta sagði...

Ég hef líka borðað bráðnað páskaegg, mjög gott, namm.
Gangi þér vel með skrifin.
xx