sunnudagur, 6. apríl 2008

in the ghetto?



Í skjóli nætur skrásetti Tagg-art viðveru sína hér í götunni með því að skilja eftir merki sitt HPCS á útidyrahurðinni. Mér brá nokkuð þegar sambýlingurinn tilkynnti mér þetta og varð jafnvel reið án þess að hafa séð merkið. Sú reiði rann fljótt af mér enda hugsa ég vanalega til veggjalistar og graffítis sem ákveðna tegund listforms. Þegar ég svo sá loksins merkið á leið til ömmu varð ég fúl og glöð. Fúl yfir því að það sé ekki einu sinni flott. Glöð yfir því að það rennur ágætlega inn í viðinn og að Taggart hafi séð ástæðu á þeim tímapunkti að merkja þessa hurð. En hver taggar á viðarhurð?

Eins og glöggir lesendur láta ekki fram hjá sér fara má sjá hvítan límmiða á dyrabjöllunni sem einmitt fékk þetta nýja heimili í skjóli helgarnætur fyrir löngu. Enginn hefur einu sinni reynt að fjarlægja hann. Nú verður forvitnilegt að sjá hvað íbúar hússins gera, verður aksjón um að fjarlægja HPCS eða fær merkið að vera?

2 ummæli:

Unknown sagði...

þú ættir að bæta við I fyrir neðan..þá gæti þetta staðið fyrir HarpaPíkaCSI-agent..og ef það gerist e-ð annað glæpsamlegt gerist þá kem ég og rannsaka málið..

Nikki Badlove sagði...

....hljómar ofurspennandi....mér finnst þetta töff glæpur ef glæpi skal kalla töff....