mánudagur, 21. apríl 2008

list

Smágerð og fínleg listaverk innan á sturtuhurðinni verða til við hvern hárþvott þessi misserin. Ég er með þykkt hár og eðlilega losnar um slatta af hárum undir eðlilegum kringumstæðum. Þegar ég var með barn í bumbu hætti það en núna hrynur hárið á mér úr höfði mínu. Ekki svo að skilja að ég sé komin með skalla, heldur er ég með ágætan makka, en þetta veldur mér smá heilabrotum á borð við:
á hárið á mér eftir að þynnast mjög og aldrei verða samt aftur?
Þarf ég að nota stíflulosandi eitur í niðurfall sturtunnar?
Ætti ég að snoða mig, því þetta er pirrandi í sturtunni og við hárburstun (annars tek ég ekki eftir þessu.)?
Getur maður fengið hárlos ef maður er snoðaður?

Nóg um það.
Heimsóttum útskriftarsýningu LHÍ á sunnudag. Þessi sýning í heild sinni náði mér ekki eins vel og þær hafa oft gert áður. Ég þarf líka aðeins að setja mig í stellingar til þess að sjá point-ið í welfare- bónus - listinni sem bar stundum á góma á sýningunni. Mörg verk náðu þó að sjóða hausinn á mér og það var hressandi.

Allt í sómanum hér, halleljúka allegjója. Uppi á lofti er verið að brasa við að semja texta fyrir kórinn sem verður hluti af stærri hljómsveit í lokaverki tónsmíðanemandans. Hvers vegna má ekki bara vera da da da do do do dí dí dí fyrir kórinn? Verður merking listar dýpri ef raunveruleg orð eru til grundvallar listaverkinu? Getur listaverk ekki verið til af því bara?

Listarlaus kveð ég með ljós í hjarta.

6 ummæli:

baba sagði...

vorið er rétti tíminn til að snoðast...getur orðið kalt á veturna...maður fær ekki hárlos ef maður er snoðaður...ekki allavega þannig að maður taki eftir því...ég held þú yrði sætur snoðhaus...vestfirski hnakkinn sjáðu til....híhí...varðandi da da dí dí do do...ég held að merkingin verði fyrst og fremst til í hljóðunum...en.... hljóðin breytast líka eftir því hvað er sungið á þeim...da da dí dí væri kannski of einhæft...ef maður ætlar að gera orð án merkingar held ég að það sé þá betra að hafa þau fjölbreytt...mér finnst finnska rosalega fallegt söngmál þó ég skilji ekkert í orðunum...en sérhljóðarnir eru svo margir og langir í finnsku og það virkar vel í söng....bið að heilsa....

Agusta sagði...

Ég var einmitt eins og með stanslaust raflost í nokkra mánuði þegar nýju hárin fóru að vaxa eftir allt hárlosið og stóðu stjórnlaust út í loftið :) Manstu eftir því ? Já þetta er víst fylgifiskur brjóstagjafar og hef ég heyrt að zink geti dregið úr svona hárlosi. Sel það ekki dýrara en ég keypti.
xx
Ágústa

Nafnlaus sagði...

já ég var einmitt tilbúin með brjóstagjafakommentið..varðandi kórsöng þá getur það verið mjög magnað að syngja fallegt ljóð til dæmis...kröftug orð sem vekja tilfinningar..kv.Særún...gleðilegt sumar!

Unknown sagði...

hárlos: gleypa b-vítamín

það eru til 3 hópar af tónlistarunnendum:
1. þeir sem njóta hljómsins og lagsins og heyra varla textann
2. þeir sem heyra textann vel og setja meiri merkingu í lagið
3. þeir sem heyra bæði og elska sameiningarkraft hljóma og orða

þannig að er ástæðan sú að svo fleiri, ef ekki allir, geti notið?

þá er önnur spurning, af hverju voru samin lög við gömlu ljóðin? verður merking þeirra dýpri með undirspili hljóma?

það er spurning..

Nikki Badlove sagði...

...snoð er lausn...en sínkið hljómar vel líka...eða bara fá sér góða grind yfir niðurfallið til að forðast stíflur....

Ragnhild sagði...

uff, hárið mitt er enn ekki eins og það var... þetta er bara partur af þessu því miður..