sunnudagur, 4. maí 2008

Sveitt á sunnudegi

Í kvöldgöngunni sá ég laufin spretta og grasið grænka.
Mikill léttir að vera búin að fá pabbann heim þó það hafi verið nokkuð átakalaust að vera einstæð móðir í viku, þá var alveg kominn tími á það að fara ein út að ganga. Respect til einstæðra foreldra.

Það er enn pínku skrítin tilfinning að vera orðin kona með framlengingu, mamma móðir magga móða. Styrkt verða fjölskyldubönd í komandi viku þegar kanadíska fjölskyldan mætir á svæðið. Afinn og amman og 2 frændur. Tengdafjölskylda mín. Fjölskyldubönd og tengingar geta verið skrítnar, tilfinningaríkar, flóknar og síðan auðvitað ekki fyrir hendi. En það er umfram allt skemmtilegt að hitta þetta fallega fólk og ég hlakka til. Líka hlakka ég til útskriftartónleika tónsmiðsins í Iðnó eftir viku, 11. maí klukkan 21. Þér er boðið.

Best að þrífa ælu.
Sunnudagur til sælu.

1 ummæli:

baba sagði...

vá hvað þú ert svakalegur spæjari maður! ég var bara farin að svitna af spennu að lesa þetta..og já maður hugsar einmitt: skáldar maður svona án þess að nokkuð gefi tilefni til? suss og svei...eitthvað verður að gera í málunum....í raun fáránlegt að nokkur þurfi að vera heimilislaus í svona ríku samfélagi...ég bið að heilsa familíunni....ég komst að því að sumarið er komið um helgina...er rauð á nefinu og eyddi tveimur dögum í útiveru...jöklaganga og undursamleg fjallafegurð...hitabylgjan er byrjuð...ú je....hlakka til að koma á tónleika á sunnudaginn...túrílú...