miðvikudagur, 10. ágúst 2005

ást

ég elska margt í lífinu. En mömmu mína elska ég líka mjög mikið því hún er svo frábær. Ég rausa í henni um raunir mínar og það sem hún gerir er að draga bara eitthvað spil sem gefur mér svarið. Pottþétt týpa. Skrifar það í kort og gefur mér. Svo ég muni helvítis svarið sem er svo fallegt og einfalt. Allaveganna.

Á laugardaginn verður húllumhæ í nýló. Endilega allir að koma. Um kvöldið. Opnun á skemmtilegri listasýningu og fullt af skemmtilegum hljómsveitum og bar. Sem ég vinn kannski smá á til að hjálpa til. Sameinumst hjálpum þeim... Eftirpartý Krútthátíðarinnar myndu sumir kalla þetta, aðrir kannski artý fartí dæmi, enn aðrir hámenningu o.s.frv. Það sakar allaveganna ekki að líta við. Nýló er fyrir ofan skífuna á laug. Gengið inn frá Grettisgötu hjá bílastæðinu stóra.

Lifðu og njóttu. Lax í kvöld. B&B í mat. Held ég fái mér hvítvínsdreitil.
Einfaldasta marineringin fyrir lax:
Hunang
Rifin Engiferrót
Smá Soya Sósa.
Ást og friður.

Engin ummæli: