föstudagur, 5. ágúst 2005

critical dream

oh hvað ég elska sumarið. hlusta á danskar drykkjuvísur og bíð með sódavatn í hönd því ég er að fara í útilegu. Allt að gerast. ok. 2 tjöld. Engar dýnur. Kælibox sem á eftir að fylla því kæri er úti í búð. Hádegismatur hér heima áður en haldið verður í´ann. Búin að hlusta á útvarpssöguna með hálfu eyranu. Dótið mitt tilbúið á stigapallinum. Þjalaði neglurnar svo það komi ekki skítarandir eða hvað heitir aftur skíturinn sem ... aha sorgarbönd... er það ekki?

Sjiiiit er að fara í útilegu og má ekki týnast í þokunni. Dreymdi rosa skrítinn draum um mig labbandi í þoku (og fullt meir) og síðan hringdi ma í mig í morgun og sagði að vinkona sín hefði þurft að tala við sig og sagt: þú verður að taka Esjuna í sátt (bróðir ma sem var göngumaður lést þar í þoku og snjóblindu) og síðan kom rosa saga um manninn hennar sem hafði farið upp á Esjuna (vanur gaur), villst í þoku, fékk skurð og allt, komst heill heim (var fundinn af tveimur stelpum sem voru að keyra við veginn). Og vinkonan sagði einhvern hafa verið að passa manninn sinn í þokunni... B la bla bal ball. Kannski er ég bara að bulla og hausinn á mér að tengja skringilega, en á maður ekki að hlusta á svona dót, þ.e. innsæið og það sem er að gerast í kringum mann, hvort sem það er í undirmeðvitundinni eða ekki? Allaveganna ætla ég að vera meðvituð um það hvar ég stíg... svo ég rati aftur tilbaka eins og í draumnum, en ég gat það þar og ég trúi því að maður geti ráðið ferðinni í draumum sínum og ef maður er meðvitaður um það þá verða draumar manns ekki óþægilegir. En síðan er maður náttúrulega að fara á Snæfellsnes sem er uppfullt af góðri og magnaðri orku. ja svo. jasssso. sveiattan. fuss og svei.

Nokkur orð um útilegur: þær eru góðar.

Sendi strauma á gay pride.

Engin ummæli: