miðvikudagur, 17. ágúst 2005

Eyrnakonfektið

Sonic Youth voru frábær. Ekki bara frábær, heldur gorgeous. Djii. Kim Gordon, ætli hún sé ekki langt komin á fertugsaldurinn (jafnvel fimmtugs), í massa stuttum kjól og nærbuxum í stíl. Oh. Rokkgyðjan. Og allir bara að fríka út. Held að SY séu vanalega soldið köld á sviði, en í gærkvöldi voru þau mjög intimate við áhorfendur og crowdsurf og gítartilraunir og endalaust margir mismunandi stilltir gítarar voru notaðir. Magnaður skítur. Uppáhaldshljómsveitin er... síðan komum við heim og fengum skilaboð um það að vinur okkar væri í bjór á Nelly´s með Jim O´Rourke. (ha ha ég kann ekki að skrifa nafnið hans). En við horfðum bara á 24 í staðinn... hversu langt er maður leiddur?

Er að fara í flug. Best að drekka mikið vatn eins og fyrirsæturnar. Lifið heil.

Engin ummæli: