mánudagur, 8. ágúst 2005

krútti butti

komin heim af krúttinu. Undir hafnarfjalli varð ég vitni að veltu húsvagns sem var fastur við stóran amerískan jeppabíl og afturendi bílsins stóð upp í loftið þegar húsvagninn lá. Þetta gerðist mjög hægt. Síðan voru nokkrir bílar og húsvagnar og tjaldvagnar úti og suður á veginum. Þannig að maður keyrði bara ofurvarlega. Þetta var um hádegisbil þegar mestu lætin voru. Löggan komst varla út úr löggubílnum fyrir vindi. Svona er rokið. En rokkið á lýsuhóli var krúttlegt. Afar skemmtileg og mjög góð stemning og allir sælir og kátir. Á sunnudagsmorgun klukkan 8:34 vaknaði ég við það að fortjaldið lá samsíða jörðunni og eftir að ég komst út sá ég mörg tjöld sem einungis héldust niðri vegna fólksins sem svaf inni í þeim. Rosalegt rok. Fólk stóð fyrir utan tjöldin og baðaði höndum. Og baðaði sig í rigningunni, líklega ennþá undir áhrifum frá því fyrr um nóttina. Við tókum saman á mettíma og renndum í bæinn eftir góða hressandi útilegu.

Núna er kominn mánudagur. Ég byrjuð að vinna í nokkra daga áður en ég held til kanada þann seytjánda.

Engin ummæli: