föstudagur, 12. ágúst 2005

Fallegur fimmtudagurBer ber ber. Var á bar með vini mínum sem beraði sig. Semsagt fór úr að ofan. Allir aðrir tilbúnir að gera tattú sem góðfúslegt leyfi fékkst fyrir. Búin að hlusta á þátt um ber í dægurmálaútvarpi rásar tvö tvisvar í dag. Endursýning á samtengdum rásum næturútvarpsins. Andoxunarefni og læti. Mikið af vítamínum í berjum og lítil fita. Ekki frysta þau með sykri. Frysta frekar minna magn í fleiri einingum.

hér að ofan má sjá álfavagínu. Op á álfakirkjunni í Dimmuborgum. Svolítið í takt við fæðinguna sem átti sér stað í dag (vinkona mín fyrir 28 árum) en í dag fæddist önnur plata kimono. Tveggja mánaða fæðing og óralangur getnaður. Dauðaskip Ballarhafsins. Artic Death Ship. hip hip húrra.

Það er orðið kolniðadimmt útifyrir og klukkan er hálf eitt. Þrátt fyrir gleði í hjarta hef ég litla von fyrir meira alvöru sumri hér þar sem maður situr í garðinum og svitnar á ökklunum við fótpokaleik og brosir í sólina. Nú fer haustsólin að láta skína í sig. Hvernig væri það ef 4 sólir væru í gangi, ein fyrir hverja árstíð?

Fór í sjoppuna á horninu (fyrrum Bússa) og þar leigja þeir út myndbönd fyrir 250 kr á sólarhringinn. Hef hugsað mér að gerast leigutaki í vetur. Hef ekki enn farið í nýju nornabúðina á vesturgötu. En kannski fjárfestir maður í galdri í framtíðinni, eða bara sendir galdur með hugarorkunni. Galdrar geta líka verið góðir. Góða nótt.

Engin ummæli: