og enn að Jónínu, væri hún látin líta út svona geðveik, tilfinningalega og ruglingslega í fjölmiðlum ef hún væri karlmaður?
Allaveganna. Tók mitt fyrsta viðtal fyrir skólann í dag. Gott að byrja að æfa sig. Var ekkert stressuð í dag, en þegar ég var að hringja í væntanlegan viðmælanda minn í fyrsta skipti í síðustu viku var að líða yfir mig... síðan mundi ég bara að hann er líka manneskja. Jamm. Fór með segulbandstæki og það virkaði vel. Búin að gera test og svona. Rosa fagmannlegt. Engin kennaratýpa sem kann aldrei á tækin. Um leið og ég slökkti á bandinu komu djúsí sögurnar... skrítið, eða kannski ekki.
Hjólaði niður á höfn og skoðaði skip í sólinni. Mér finnst skip falleg. Yogaðist. Varð krókódílinn. Er glöð. Ætla að læra og vonandi að kveðja heimspekinginn sem er að halda út í heim.
fimmtudagur, 29. september 2005
mánudagur, 26. september 2005
miðdegistonar
enn einn fjölmiðlafarsinn... og Jónína Ben. Hef ekki alveg náð utan um það sem hún stendur fyrir. En sjálfsagt mál að fjalla um hlutina eins og þeir birtast manni. Þess vegna segi ég við yður...
Átti góða helgi í faðmi góðra Garðálfa. Fór á barinn í Keflavík og maður minn, halliljúja. Enginn upptekinn við það að halda kúlinu eins og hér í 101, kannski er bara ekkert kúl í Keflavík? Mömmur á öllum aldri, pabbar á öllum aldri, krakkar á öllum aldri, allir fullir saman á barnum. 2 kassagítarar og stemning og læti. Mjög hressandi að fara á nýja bari.
Þá þakka ég systur minni fyrir að hugsa til mín, einbúans, og bjóða í mat. Að vísu með áætlun um að fá mig á heimili hennar í vikutíma til að líta eftir unglingunum. Og það verður nú gaman. Best að halda fullt af partýjum með þeim, eða hvað, þá kannski má ég aldrei passa aftur... Muna bara að þrífa nógu vel. Klístrið og parketför koma alltaf upp um partý. Sælla minninga minna um partýstand á heimili foreldra minna fyrir svona 10 árum. Pældu í því.
Er núna klukkan þrjú að fara að tala í fyrsta skipti við væntanlegan rannsóknarleiðbeinanda. Spennó. Síðan passa Hildi Maríu frænku.
Átti góða helgi í faðmi góðra Garðálfa. Fór á barinn í Keflavík og maður minn, halliljúja. Enginn upptekinn við það að halda kúlinu eins og hér í 101, kannski er bara ekkert kúl í Keflavík? Mömmur á öllum aldri, pabbar á öllum aldri, krakkar á öllum aldri, allir fullir saman á barnum. 2 kassagítarar og stemning og læti. Mjög hressandi að fara á nýja bari.
Þá þakka ég systur minni fyrir að hugsa til mín, einbúans, og bjóða í mat. Að vísu með áætlun um að fá mig á heimili hennar í vikutíma til að líta eftir unglingunum. Og það verður nú gaman. Best að halda fullt af partýjum með þeim, eða hvað, þá kannski má ég aldrei passa aftur... Muna bara að þrífa nógu vel. Klístrið og parketför koma alltaf upp um partý. Sælla minninga minna um partýstand á heimili foreldra minna fyrir svona 10 árum. Pældu í því.
Er núna klukkan þrjú að fara að tala í fyrsta skipti við væntanlegan rannsóknarleiðbeinanda. Spennó. Síðan passa Hildi Maríu frænku.
laugardagur, 24. september 2005
mosi a steini
elska þegar sólin skín á gul laufblöð. gulur er góður. Gómsæti guli. Annars er vitagagnlaust að tala um veðrið því því breytir maður ekki. Fríhelgi. Jibbý.
föstudagur, 23. september 2005
zzzzzz
Það er ein af síðustu haustflugunum hjá loftljósinu. Stærri týpan af húsflugu. Eitthvað á hún stutt eftir gæskan. Náði einu hári út úr mér sem var búið að bögga munninn á mér eftir að ég kom heim áðan. Nú finnst mér enn eins og ég sé með eitt stykki hár í munninum. Kannski er ég að verða úlfur eða varúlfur.
Ein af bestu vinkonum mömmu var að deyja. Í kvöld var ég svona almennilega með henni í fyrsta skiptið eftir það. Mamma vill ekki syrgja of mikið. Heldur að sálin vilji heldur bara fara í friði. Búin að segja good bye. Fólk hefur sínar aðferðir. Hún er á því að allir syrgi í lífinu. Bara á sinn hátt. Misdjúpt. Misbiturt. Misstóískt.
Það var góður kvöldmaturinn. Gefur mér yfirleitt lambakjöt og heldur að hún sé að bæta upp fyrir prótínskortinn þar sem ég kaupi ofursjaldan kjöt. Kannski einu sinni til tvisvar í mánuði. En ég fíla að borða kjöt. Ég er bara ekkert sólgin í það. En saltið er ég sólgin í og get sleikt á mér puttann, dýft honum í salt og sleikt. Namm. Það er kannski vegna þess að ég kem frá eyju sem umlukin er söltum sænum. Jafnvægi. Ræddi um völd Vesturheimsins yfir kvöldmatnum kjötinu sem var by the way mjög gott og fréttirnar á öllum rásum kraumuðu í bakgrunninum. Þ.á.m. Fox News. En til er nýleg heimildamynd um það hvernig sú sjónvarpsstöð skapar þekkinguna, framleiðir hana. =Vídeógláp. Rita baby down to 4.
Keypti Danfoss hitastillir fyrir ofninn í eldhúsinu. Fór inn í Byko á Hringbraut til þess arna og var ekki gaurinn bara geymdur inn í læstum tréskáp vegna þess að hver og einn kostar 1990. Kominn á og hitinn í ofninum aðeins farinn að lækka og flugan dauð. Allaveganna heyrist ekki í henni lengur.
Ein af bestu vinkonum mömmu var að deyja. Í kvöld var ég svona almennilega með henni í fyrsta skiptið eftir það. Mamma vill ekki syrgja of mikið. Heldur að sálin vilji heldur bara fara í friði. Búin að segja good bye. Fólk hefur sínar aðferðir. Hún er á því að allir syrgi í lífinu. Bara á sinn hátt. Misdjúpt. Misbiturt. Misstóískt.
Það var góður kvöldmaturinn. Gefur mér yfirleitt lambakjöt og heldur að hún sé að bæta upp fyrir prótínskortinn þar sem ég kaupi ofursjaldan kjöt. Kannski einu sinni til tvisvar í mánuði. En ég fíla að borða kjöt. Ég er bara ekkert sólgin í það. En saltið er ég sólgin í og get sleikt á mér puttann, dýft honum í salt og sleikt. Namm. Það er kannski vegna þess að ég kem frá eyju sem umlukin er söltum sænum. Jafnvægi. Ræddi um völd Vesturheimsins yfir kvöldmatnum kjötinu sem var by the way mjög gott og fréttirnar á öllum rásum kraumuðu í bakgrunninum. Þ.á.m. Fox News. En til er nýleg heimildamynd um það hvernig sú sjónvarpsstöð skapar þekkinguna, framleiðir hana. =Vídeógláp. Rita baby down to 4.
Keypti Danfoss hitastillir fyrir ofninn í eldhúsinu. Fór inn í Byko á Hringbraut til þess arna og var ekki gaurinn bara geymdur inn í læstum tréskáp vegna þess að hver og einn kostar 1990. Kominn á og hitinn í ofninum aðeins farinn að lækka og flugan dauð. Allaveganna heyrist ekki í henni lengur.
miðvikudagur, 21. september 2005
grasekkjan
oh hvað ég er glöð yfir því að fólk nenni að setja ábendingar inn. Jamm, kæri farinn til útlanda að vera listamaður. He he he. Hef þó heyrt því fleygt að Berlín sé iðandi af listamönnum þessa dagana, og það er frábært að geta róið á ný mið, fengið nýjar upplifanir á nýjum stað. 3 af fjórum eru í sambúð og allar gellurnar að sinna öðrum málum... Einn fjórði verður því að taka alla kvenkynsathyglina. Alla. Jamm. Held líka að kæri sé svolítið fyrir að ögra sjálfum sér og vill endilega prófa nýja staði til að búa á, en eins og er vil ég vera hér. Er mjög ánægð í náminu og vinnunni. Nú verður Rómeó & Júlía uppáhaldsbúðin mín.
Gat sofið í miðjunni í alla nótt án þess að rekast í neitt. Það var gott. Sólin skín og ég er glöð. Vona að þið eigið góðan dag kæru lesendur.
Gat sofið í miðjunni í alla nótt án þess að rekast í neitt. Það var gott. Sólin skín og ég er glöð. Vona að þið eigið góðan dag kæru lesendur.
sunnudagur, 18. september 2005
fallegi sunnudagurinn
Hæ. Reyni að njóta þess í botn að hafa 2 menn hérna á heimilinu, því það breytist á þriðjudaginn. Þá fara þeir. Og ég hlakka til að hafa tækifæri til þess að heimsækja þá í flugvél, t.d. um jólin... Er samt ekki búin að ákveða neitt. Hlakka líka til að búa ein. Ætli ég verði algerlega félagsfælin eða félagsljón? Eða kannski bara mitt á milli. Spennandi. Óli Palli að tala um Brian Eno snilla á Rásinni.
Þessi sunnudagur er fallegur. Búin að erindast, fara á kaffihús og læra. Og nú er seinni parturinn eftir, aðalmálið. Súpa og brauð fyrir gott fólk hér á eftir og síðan kveðjupartý. Já, ég er ekkert að skafa utanaf því með töfratryllirinn. Hann gerir bara óaðfinnanlegar súpur. Þessi verður pródúseruð hér á eftir:
Sæta kartöflusúpan: Jean.
1 stór sæt kartafla, skræld, skorin í bita.
1 laukur steiktur í olíu í botininum á pottinum (fyrst).
Engiferduft og salt.
1 dós heilir tómatar
1/4 úr dósinni, vatn
4 gulrætur í bitum sneiðum.
Cayenne pipar
1 pínudós Tómatapúreee.
=soðið í smá tíma, þar til mjúkt.
Þá 1 mtsk. hnetusmjör (ósætt, svona úr heilsubúðunum) láta endilega meira ef vill.
Mixað í mixer (eða með sprotanum góða)
Suðan látin koma upp og voilá.
Held að ég sé að fara að skila sprotanum bráðum til eiganda. Ekki búin að fá nóg af súpum þó. Ekki búin að fá nóg af þessum fallega sunnudegi. bæ
Þessi sunnudagur er fallegur. Búin að erindast, fara á kaffihús og læra. Og nú er seinni parturinn eftir, aðalmálið. Súpa og brauð fyrir gott fólk hér á eftir og síðan kveðjupartý. Já, ég er ekkert að skafa utanaf því með töfratryllirinn. Hann gerir bara óaðfinnanlegar súpur. Þessi verður pródúseruð hér á eftir:
Sæta kartöflusúpan: Jean.
1 stór sæt kartafla, skræld, skorin í bita.
1 laukur steiktur í olíu í botininum á pottinum (fyrst).
Engiferduft og salt.
1 dós heilir tómatar
1/4 úr dósinni, vatn
4 gulrætur í bitum sneiðum.
Cayenne pipar
1 pínudós Tómatapúreee.
=soðið í smá tíma, þar til mjúkt.
Þá 1 mtsk. hnetusmjör (ósætt, svona úr heilsubúðunum) láta endilega meira ef vill.
Mixað í mixer (eða með sprotanum góða)
Suðan látin koma upp og voilá.
Held að ég sé að fara að skila sprotanum bráðum til eiganda. Ekki búin að fá nóg af súpum þó. Ekki búin að fá nóg af þessum fallega sunnudegi. bæ
miðvikudagur, 14. september 2005
exactly
Góðan dag. Spurning hefur komið hér á síðunni sem er mér gleðiefni. Svarið er að ég nota soðið. Sýð grænmetið ekki í miklu vatni, bara rétt svo að það gári yfir grænmetið (og muna grænmetiskraftinn). Sýð í góðan tíma. Þá af hellu. Töfrasprotinn tekinn fram og allt maukað oní pottinum. Soð og grænmeti. Þá kemur krydd- og meira soðiðvatn stundin. Tími til að þynna og ef maður þynnir mikið, þá gott að skella á hellu. Bæta tahini út í ef vill (2 matsk) og krydda. Namm.
Varíasjónirnar eru óendanlegar kóríander, hnetusmjör (gott með kartöflum, gulrótum og þannig týpum en þá nauðsynlegt að nota cayenne-pipar með) ...
Nóg komið.
Strákar fela bólur á enninu með hárinu og mæla með því að maður horfi á the OC.
Það er kominn snjór í Esjuna.
Góður dagur. Hjólaði í skólann og hitti mjög forvitnilegan mann frá eyjunni La Réunion sem tilheyrir Frakklandi. Er geðveikt mikið að spá í hvað ég geri í skólanum en glöð yfir því að vera í spennó kúrsum.
bæ.
Varíasjónirnar eru óendanlegar kóríander, hnetusmjör (gott með kartöflum, gulrótum og þannig týpum en þá nauðsynlegt að nota cayenne-pipar með) ...
Nóg komið.
Strákar fela bólur á enninu með hárinu og mæla með því að maður horfi á the OC.
Það er kominn snjór í Esjuna.
Góður dagur. Hjólaði í skólann og hitti mjög forvitnilegan mann frá eyjunni La Réunion sem tilheyrir Frakklandi. Er geðveikt mikið að spá í hvað ég geri í skólanum en glöð yfir því að vera í spennó kúrsum.
bæ.
mánudagur, 12. september 2005
töfrasprotinn dasamlegi
orðin meistari í að gera grænmetissúpur. Grænmeti af ýmsum toga skorið í teninga, soðið í vatni með krafti þangað til lint og mjúkt. Maukað í pottinum með dyggri aðstoð töfrasprotans, kryddað, (t.d. fennel, cayenne pipar), kúl að bæta 2 matskeiðum af Tahini útí og síðan getur maður haft súpuna eins þykka og maður vill, bætir bara vatni útí eftir þörfum, og auðvitað er súpan best daginn eftir... (dæmi um grænmeti: broccoli, blaðlaukur, laukur, rófur, gulrætur, sellerí, kartöflur, paprika, tómmatar, grænkál) Maður þarf frekar minna af grænmetinu heldur en meira.
Grænmetismarkaðurinn í Mosó er málið. Nema bara einn laugardagur eftir. Ódýrt, gott lífrænt ræktað grænmeti, beint frá bóndanum og mikil stemmning. Síðast var mér sagt að allt kláraðist um klukkan þrjú, en markaðurinn er opinn frá 12.
ok bæ.
(hvar eru heimatilbúnar sultur falar?)
Grænmetismarkaðurinn í Mosó er málið. Nema bara einn laugardagur eftir. Ódýrt, gott lífrænt ræktað grænmeti, beint frá bóndanum og mikil stemmning. Síðast var mér sagt að allt kláraðist um klukkan þrjú, en markaðurinn er opinn frá 12.
ok bæ.
(hvar eru heimatilbúnar sultur falar?)
laugardagur, 10. september 2005
russarnir
Setti hárið í fléttu áður en ég fór í vinnuna. 4 sýningar á rússnesku. Grilljón Rússar til að höndla. Lærði tvo orð á rússnesku. Komiði sæl og sjáumst (bless). Man ekki hvernig á að skrifa þau. Margir þeirra tala ekki önnur tungumál sem Íslendingar gætu mögulega skilið, en samt verður aldrei vandræðaleg þögn. Mjög merkilegt. Þeir töluðu endalaust þótt maður skildi ekki baun.
Draugasaga.
Norðanmegin í húsinu er aðstaða starfsmanna, þ.á.m. leikaraherbergin. Á efstu hæðinni lokaði ég öllu, slökkti o.s.frv. Þar var enginn. Síðan hélt ég niður á næstu hæð. Þegar ég var rétt komin inn á ganginn úr stigahúsinu sveif framhjá mér eða meira fyrir aftan mig, þ.e.a.s. í stigahúsinu, dökkhærð ung kona. Töluvert lægri en ég, mjög föl í framan og í hvítri prjónapeysu. Hún hélt bara áfram upp og ég sagði bara halló án þess að fá svar. Það kom mér ekki á óvart þar sem stelpan væri ókunnug tungumálinu. Síðan hélt ég áfram og hugsaði hvað gellan væri eiginlega að gera, þar sem allir voru farnir. Kannski gleymdi hún einhverju. Ég hélt ferð minni áfram án þess að svitna.
Eftirsagan er sú, að enginn fór út um bakdyrnar í millitíðinni, inni á sviði voru bara karlmenn og engin stelpa var á efstu hæðinni þegar ég fór heim...
Góða nótt.
Draugasaga.
Norðanmegin í húsinu er aðstaða starfsmanna, þ.á.m. leikaraherbergin. Á efstu hæðinni lokaði ég öllu, slökkti o.s.frv. Þar var enginn. Síðan hélt ég niður á næstu hæð. Þegar ég var rétt komin inn á ganginn úr stigahúsinu sveif framhjá mér eða meira fyrir aftan mig, þ.e.a.s. í stigahúsinu, dökkhærð ung kona. Töluvert lægri en ég, mjög föl í framan og í hvítri prjónapeysu. Hún hélt bara áfram upp og ég sagði bara halló án þess að fá svar. Það kom mér ekki á óvart þar sem stelpan væri ókunnug tungumálinu. Síðan hélt ég áfram og hugsaði hvað gellan væri eiginlega að gera, þar sem allir voru farnir. Kannski gleymdi hún einhverju. Ég hélt ferð minni áfram án þess að svitna.
Eftirsagan er sú, að enginn fór út um bakdyrnar í millitíðinni, inni á sviði voru bara karlmenn og engin stelpa var á efstu hæðinni þegar ég fór heim...
Góða nótt.
þriðjudagur, 6. september 2005
mánudagur, 5. september 2005
notum smokkinn
góðan og blessaðan mánudag. Það er gaman að ný vika er í startholunum.
Hvað eru ráðamenn Bandaríkja Norður Ameríku að hugsa? Búnir að spreða í stríð og herdót, en ekki að veita athygli málefnum heimafyrir sem skipta öryggi fólksins máli... Á sama tíma og mér finnst ömurlegt ástandið í New Orleans, þá berst inn með mér önnur tilfinning fyrir tilverurétti sínum og það er það að mér finnst þetta soldið gott á þá, þ.e.a.s. ráðamennina en að sjálfsögðu ekki saklausa ríkisborgara þessa lands. Vona að þeir fari að skoða gang sinn og leggja áherslurnar annars staðar, því það er augljóst að ef borgararnir eru óánægðir með dæmið heima hjá sér, þá er ólíklegt að þeir sýni stjórninni stuðning.
Þá las ég eina grein í morgunblaðinu í morgun, þar sem karlmaður lýsti því yfir að hann væri smeykur, smeykur yfir því að múslimar og blökkumenn (eins og hann kallaði þá) taki sér bólfestu á Íslandi, smeykur við blökkumenn og múslima. Sagði blökkumenn vera valda 10% ódæðisverka í Bandaríkjunum (þá spyr ég: hvað með hin 90%?), sagði það staðreynd að flestir hryðjuverkamenn væru múslimar án þess að styðja þá fullyrðingu eitthvað frekar. Hvað getur maður gert?
Fór á tónleika á laugardaginn. Það var gaman. Sveitt. Síðan verða tveir sambýlismanna minna í Íslandi í dag í dag með hljómsveitinni ef einhver verður við viðtækið sem hefur ekki haft tækifæri til þess að heyra og sjá. Átti í samræðum um listina og listafólk á barnum við konu í pels. Annaðhvort ref eða mink. Það var merkilegt. Fór líka á innilegt spjall við mann sem ég hef ekki spjallað mikið við áður, en hér kýs ég ekki að nota orðið trúnó, því hvorugt okkar var úti að skíta. Stundum finnst mér gaman að tala við ókunnugt fólk. Stundum ekki. Stundum stundum ekki. Stundum ekki óábyrgt kynlíf. Notum smokkinn.
Hvað eru ráðamenn Bandaríkja Norður Ameríku að hugsa? Búnir að spreða í stríð og herdót, en ekki að veita athygli málefnum heimafyrir sem skipta öryggi fólksins máli... Á sama tíma og mér finnst ömurlegt ástandið í New Orleans, þá berst inn með mér önnur tilfinning fyrir tilverurétti sínum og það er það að mér finnst þetta soldið gott á þá, þ.e.a.s. ráðamennina en að sjálfsögðu ekki saklausa ríkisborgara þessa lands. Vona að þeir fari að skoða gang sinn og leggja áherslurnar annars staðar, því það er augljóst að ef borgararnir eru óánægðir með dæmið heima hjá sér, þá er ólíklegt að þeir sýni stjórninni stuðning.
Þá las ég eina grein í morgunblaðinu í morgun, þar sem karlmaður lýsti því yfir að hann væri smeykur, smeykur yfir því að múslimar og blökkumenn (eins og hann kallaði þá) taki sér bólfestu á Íslandi, smeykur við blökkumenn og múslima. Sagði blökkumenn vera valda 10% ódæðisverka í Bandaríkjunum (þá spyr ég: hvað með hin 90%?), sagði það staðreynd að flestir hryðjuverkamenn væru múslimar án þess að styðja þá fullyrðingu eitthvað frekar. Hvað getur maður gert?
Fór á tónleika á laugardaginn. Það var gaman. Sveitt. Síðan verða tveir sambýlismanna minna í Íslandi í dag í dag með hljómsveitinni ef einhver verður við viðtækið sem hefur ekki haft tækifæri til þess að heyra og sjá. Átti í samræðum um listina og listafólk á barnum við konu í pels. Annaðhvort ref eða mink. Það var merkilegt. Fór líka á innilegt spjall við mann sem ég hef ekki spjallað mikið við áður, en hér kýs ég ekki að nota orðið trúnó, því hvorugt okkar var úti að skíta. Stundum finnst mér gaman að tala við ókunnugt fólk. Stundum ekki. Stundum stundum ekki. Stundum ekki óábyrgt kynlíf. Notum smokkinn.
föstudagur, 2. september 2005
hestur lestrar
sé fram á mikinn lestur í vetur. Byrjaði almennilega í skólanum í dag. Kúrsarnir eru eftirfarandi: hagnýt mannfræði, mannfræði kynmenningar og ímyndir, vald og framandleiki. Ekki amalegt það. Ögrandi vetur framundan.
Höfum verið fjögur að undanförnu hér heima, 1 heimalingur farinn og annar verður hér langt fram í september. Það er gott og blessað. Mjög blessað. Er að komast inn í daglega amstrið, skólann og vinnuna aftur.
Taldi upp tölur allra þeirra tungumála sem ég þekki í dag í tannlæknastólnum, mjög hressandi fyrir heilann. Er orðinn forfallinn su doku spilari. Líka mjög hressandi fyrir heilann. Gott að koma sér í gírinn.
Raunveruleikurinn:
Það brakar í ísskápnum.
Hann stendur tómur.
Vindurinn bærir þvottinn á snúrunni.
Karfan er full.
24 25 26 27 28 29
Höfum verið fjögur að undanförnu hér heima, 1 heimalingur farinn og annar verður hér langt fram í september. Það er gott og blessað. Mjög blessað. Er að komast inn í daglega amstrið, skólann og vinnuna aftur.
Taldi upp tölur allra þeirra tungumála sem ég þekki í dag í tannlæknastólnum, mjög hressandi fyrir heilann. Er orðinn forfallinn su doku spilari. Líka mjög hressandi fyrir heilann. Gott að koma sér í gírinn.
Raunveruleikurinn:
Það brakar í ísskápnum.
Hann stendur tómur.
Vindurinn bærir þvottinn á snúrunni.
Karfan er full.
24 25 26 27 28 29
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)