mánudagur, 26. september 2005

miðdegistonar

enn einn fjölmiðlafarsinn... og Jónína Ben. Hef ekki alveg náð utan um það sem hún stendur fyrir. En sjálfsagt mál að fjalla um hlutina eins og þeir birtast manni. Þess vegna segi ég við yður...

Átti góða helgi í faðmi góðra Garðálfa. Fór á barinn í Keflavík og maður minn, halliljúja. Enginn upptekinn við það að halda kúlinu eins og hér í 101, kannski er bara ekkert kúl í Keflavík? Mömmur á öllum aldri, pabbar á öllum aldri, krakkar á öllum aldri, allir fullir saman á barnum. 2 kassagítarar og stemning og læti. Mjög hressandi að fara á nýja bari.

Þá þakka ég systur minni fyrir að hugsa til mín, einbúans, og bjóða í mat. Að vísu með áætlun um að fá mig á heimili hennar í vikutíma til að líta eftir unglingunum. Og það verður nú gaman. Best að halda fullt af partýjum með þeim, eða hvað, þá kannski má ég aldrei passa aftur... Muna bara að þrífa nógu vel. Klístrið og parketför koma alltaf upp um partý. Sælla minninga minna um partýstand á heimili foreldra minna fyrir svona 10 árum. Pældu í því.

Er núna klukkan þrjú að fara að tala í fyrsta skipti við væntanlegan rannsóknarleiðbeinanda. Spennó. Síðan passa Hildi Maríu frænku.

Engin ummæli: