mánudagur, 5. september 2005

notum smokkinn

góðan og blessaðan mánudag. Það er gaman að ný vika er í startholunum.

Hvað eru ráðamenn Bandaríkja Norður Ameríku að hugsa? Búnir að spreða í stríð og herdót, en ekki að veita athygli málefnum heimafyrir sem skipta öryggi fólksins máli... Á sama tíma og mér finnst ömurlegt ástandið í New Orleans, þá berst inn með mér önnur tilfinning fyrir tilverurétti sínum og það er það að mér finnst þetta soldið gott á þá, þ.e.a.s. ráðamennina en að sjálfsögðu ekki saklausa ríkisborgara þessa lands. Vona að þeir fari að skoða gang sinn og leggja áherslurnar annars staðar, því það er augljóst að ef borgararnir eru óánægðir með dæmið heima hjá sér, þá er ólíklegt að þeir sýni stjórninni stuðning.

Þá las ég eina grein í morgunblaðinu í morgun, þar sem karlmaður lýsti því yfir að hann væri smeykur, smeykur yfir því að múslimar og blökkumenn (eins og hann kallaði þá) taki sér bólfestu á Íslandi, smeykur við blökkumenn og múslima. Sagði blökkumenn vera valda 10% ódæðisverka í Bandaríkjunum (þá spyr ég: hvað með hin 90%?), sagði það staðreynd að flestir hryðjuverkamenn væru múslimar án þess að styðja þá fullyrðingu eitthvað frekar. Hvað getur maður gert?

Fór á tónleika á laugardaginn. Það var gaman. Sveitt. Síðan verða tveir sambýlismanna minna í Íslandi í dag í dag með hljómsveitinni ef einhver verður við viðtækið sem hefur ekki haft tækifæri til þess að heyra og sjá. Átti í samræðum um listina og listafólk á barnum við konu í pels. Annaðhvort ref eða mink. Það var merkilegt. Fór líka á innilegt spjall við mann sem ég hef ekki spjallað mikið við áður, en hér kýs ég ekki að nota orðið trúnó, því hvorugt okkar var úti að skíta. Stundum finnst mér gaman að tala við ókunnugt fólk. Stundum ekki. Stundum stundum ekki. Stundum ekki óábyrgt kynlíf. Notum smokkinn.

Engin ummæli: