orðin meistari í að gera grænmetissúpur. Grænmeti af ýmsum toga skorið í teninga, soðið í vatni með krafti þangað til lint og mjúkt. Maukað í pottinum með dyggri aðstoð töfrasprotans, kryddað, (t.d. fennel, cayenne pipar), kúl að bæta 2 matskeiðum af Tahini útí og síðan getur maður haft súpuna eins þykka og maður vill, bætir bara vatni útí eftir þörfum, og auðvitað er súpan best daginn eftir... (dæmi um grænmeti: broccoli, blaðlaukur, laukur, rófur, gulrætur, sellerí, kartöflur, paprika, tómmatar, grænkál) Maður þarf frekar minna af grænmetinu heldur en meira.
Grænmetismarkaðurinn í Mosó er málið. Nema bara einn laugardagur eftir. Ódýrt, gott lífrænt ræktað grænmeti, beint frá bóndanum og mikil stemmning. Síðast var mér sagt að allt kláraðist um klukkan þrjú, en markaðurinn er opinn frá 12.
ok bæ.
(hvar eru heimatilbúnar sultur falar?)
mánudagur, 12. september 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæ elsku Anna Katrín, rosalega líst mér vel á þessa uppskrift. Ég hugsa kannski að ég testi þetta. Notaru soðið af grænmetinu, eða tekuru grænmetið úr vatninu og maukar svo??
Knús pús
Þín Hrefna
Skrifa ummæli