og enn að Jónínu, væri hún látin líta út svona geðveik, tilfinningalega og ruglingslega í fjölmiðlum ef hún væri karlmaður?
Allaveganna. Tók mitt fyrsta viðtal fyrir skólann í dag. Gott að byrja að æfa sig. Var ekkert stressuð í dag, en þegar ég var að hringja í væntanlegan viðmælanda minn í fyrsta skipti í síðustu viku var að líða yfir mig... síðan mundi ég bara að hann er líka manneskja. Jamm. Fór með segulbandstæki og það virkaði vel. Búin að gera test og svona. Rosa fagmannlegt. Engin kennaratýpa sem kann aldrei á tækin. Um leið og ég slökkti á bandinu komu djúsí sögurnar... skrítið, eða kannski ekki.
Hjólaði niður á höfn og skoðaði skip í sólinni. Mér finnst skip falleg. Yogaðist. Varð krókódílinn. Er glöð. Ætla að læra og vonandi að kveðja heimspekinginn sem er að halda út í heim.
fimmtudagur, 29. september 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Gott hjá þér að hugsa að viðmælandinn er líka manneskja. Maður getur nefnilega minnkað stress rosalega ef maður getur stjórnað huganum sínum um að fara ekki að ímynda sér það versta. Gott að heyra að þú njótir bara lífsins og ert dugleg í skólanum og góð frænka.
Knús og kossar allaleið frá Danmörku
Þín Hrefna
Skrifa ummæli