föstudagur, 2. september 2005

hestur lestrar

sé fram á mikinn lestur í vetur. Byrjaði almennilega í skólanum í dag. Kúrsarnir eru eftirfarandi: hagnýt mannfræði, mannfræði kynmenningar og ímyndir, vald og framandleiki. Ekki amalegt það. Ögrandi vetur framundan.

Höfum verið fjögur að undanförnu hér heima, 1 heimalingur farinn og annar verður hér langt fram í september. Það er gott og blessað. Mjög blessað. Er að komast inn í daglega amstrið, skólann og vinnuna aftur.

Taldi upp tölur allra þeirra tungumála sem ég þekki í dag í tannlæknastólnum, mjög hressandi fyrir heilann. Er orðinn forfallinn su doku spilari. Líka mjög hressandi fyrir heilann. Gott að koma sér í gírinn.

Raunveruleikurinn:
Það brakar í ísskápnum.
Hann stendur tómur.
Vindurinn bærir þvottinn á snúrunni.
Karfan er full.

24 25 26 27 28 29

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

velkomin heim Anna mín frábært hvað ferðin gekk vel.