Góðan dag. Spurning hefur komið hér á síðunni sem er mér gleðiefni. Svarið er að ég nota soðið. Sýð grænmetið ekki í miklu vatni, bara rétt svo að það gári yfir grænmetið (og muna grænmetiskraftinn). Sýð í góðan tíma. Þá af hellu. Töfrasprotinn tekinn fram og allt maukað oní pottinum. Soð og grænmeti. Þá kemur krydd- og meira soðiðvatn stundin. Tími til að þynna og ef maður þynnir mikið, þá gott að skella á hellu. Bæta tahini út í ef vill (2 matsk) og krydda. Namm.
Varíasjónirnar eru óendanlegar kóríander, hnetusmjör (gott með kartöflum, gulrótum og þannig týpum en þá nauðsynlegt að nota cayenne-pipar með) ...
Nóg komið.
Strákar fela bólur á enninu með hárinu og mæla með því að maður horfi á the OC.
Það er kominn snjór í Esjuna.
Góður dagur. Hjólaði í skólann og hitti mjög forvitnilegan mann frá eyjunni La Réunion sem tilheyrir Frakklandi. Er geðveikt mikið að spá í hvað ég geri í skólanum en glöð yfir því að vera í spennó kúrsum.
bæ.
miðvikudagur, 14. september 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Takk fyrir svarið Anna Katrín...knús frá Hrella litla
mmmm, ég verð að reyna að búa þetta til! mmm
Skrifa ummæli