mánudagur, 3. október 2005

lakkrisdraumur

dreymdi mjög skrítinn draum síðastliðna nótt þar sem ég þurfti m.a. að hringja í 112 og þá kom hópur ungra kvenna að bjarga mér sem voru ekki í einkennisbúningum... maðurinn sem var að ógna mér var ber að ofan. Legg enga túlkun í þennan draum.

Er að fara í útlegð á morgun. Útlegð á heimili systur minnar sem er allt morandi í unglingum og ungu fólki. Útivistartími bókaður, 1 má fara í eitt partý, 1 kemur frá Danmörku og sefur o.s.frv. Ætli ég verði beðin um að kaupa áfengi? Mjög spennandi og held að þetta verði ofurgaman. Búið að redda máltíðum á Múlakaffi fyrir hersinguna sem mér finnst alveg kostulegt. Ekki við hæfi að unga fólkið borði bara skyndibita þegar foreldrarnir eru ekki heima.

Annars er ég með hor.

1 ummæli:

baba sagði...

æi greyið mitt með hor...ekkert skrýtið kannski í norðangaddinum á ísalandi...hér í bretalandi er ég að hugsa um að kaupa mér jakka því úlpan er of hlý...bið að heilsa frú mín góð...