ok get ekki beðið þarf að tjá mig netið eitthvað ógurlega hægt.
3xMúshí til Guggu. Og óska eftir stjörnukortadótinu Ágústa. Þetta voru kveðjur dagsins í dag en eins og lesendur hafa kannski kynnst þá eru þær í ýmsu formi.
Ok. Upplifði 2 popphljómsveitir í dag.
írafár á stöð 1 þar sem þetta er vinnuhelgi og sjaldan eins gott að nota tækifærið og glápa. Ég er greinilega svo langt leidd að ég horfi á hljómsveitir kvöldsins. En allavega þá er Írafár popphljómsveit sem nær til landans í gegnum tv. Fíla hana ekki baun en hef ekki hlustað mikið á hana.
Uppáhalds: B.Haukdal.
Þá fór ég á Jeff Who? eftir vinnu niðri í kjallara. Útgáfuteiti. ókeypis inn og var staðurinn fullur. Held að hljómborðsleikarinn hafi einhvern tímann verið í Írafári. En þá spila þeir vel tónlist saman og allir voða glaðir. Ekkert nýtt, sviðsframkomu söngvara ábótavant ef maður miðar við B.Haukdal. Hljómsveitin ekki enn í tv en á góðri leið þangað með því að eiga lag á topplista útvarps sem ég þekki ekki. áhorfendur á bilinu 19 - 32 ára og fullt af mömmum og pöbbum strákana í hljómsveitinni. Þekkt fólk úr bransanum slæddist inn á milli, en enginn sem myndi nokkurn tíma viðurkenna að hann fílaði Írafár.
Uppáhalds: þorri sem trommar með eina skálmina upp. Tobbi sem synthar og tónar sönginn voða fallega. Og náttúrulega maðurinn með nefið.
Þannig að hver er munurinn? Böndin spila bæði alveg rosalega líka tónlist ef maður spáir í því fyrir utan e-ð sem er ,,kúl" sem F.Ferdinand kom með. Og B.Haukdal er kona. Baddi gæti líka verið kona?
Ok ég er alveg að hlakka til að fara í margra daga tónlistarveislu Airvawes. Þar spilar Írafár örugglega ekki. En á eftir að kynna mér dagskrána í þaula. VOhó
Búin að vera í vinnunni frá hádegi en ég svaf heima hjá mömmu í nótt eftir góða stund með henni og 1 systur marineraðar í hvítvíni. Soldið spes en gaman.
Er að spennast upp því nú hef ég bráðum ekki pleisið ein fyrir mig frá mér til mín. Þ.e.a.s. frá og með mánudeginum n.k. Það verður ekkert slæmt að deila því með kæra. oooooh yeah.
í friði.
sunnudagur, 16. október 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
...ég stefni á að leita að þér og finna þig..hehehe...í dagleggst hátíðin fallega í mig...víííhhh...
Skrifa ummæli